Flottasta hárið í íslenskum stjórnmálum

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fallegt hár getur gefið í skyn vald og sjálfsöryggi fólks. Smartland tók saman lista af hárprúðum stjórnmálamönnum. 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur lengi vakið athygli fyrir fallegt hár. Nú er hárið farið að grána og hefur hann aldrei verið flottari. 

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, skartar fallegu hvítu hári sem gefur henni mikla reisn. 

Valgerður Gunnarsdóttir.
Valgerður Gunnarsdóttir.

Óttarr Proppé, helbrigðisráðherra Bjartrar framtíðar, er með skemmtilegt hár. Óttarr er óhræddur við að halda í pönkútlitið þrátt fyrir að vera orðinn ráðherra. Ljóst hárið er flott andstæða við fallegt skeggið. 

Óttarr Proppé.
Óttarr Proppé. ljósmynd/Athingi.is

Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, vekur að jafnan athygli fyrir stílhreina klippingu. Hárið virðist ekki haggast á henni. 

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, er með fallegar krullur í hárinu. 

Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson.

Elsa Hrafnhildur Yeoman, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, er með áberandi og skemmtilega hárgreiðslu. 

Elsa Hrafnhildur Yeoman.
Elsa Hrafnhildur Yeoman.

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er með sítt og fallegt ljóst hár. 

Hildur Sverrisdóttir.
Hildur Sverrisdóttir.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, er með þykkt hár í einstaklega fallega dökkum lit. 

Jón Þór Ólafsson.
Jón Þór Ólafsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál