Er hægt að gera eitthvað við augnpokum?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda. Hér er hún spurð út í augnpoka og hvort eitthvað sé hægt að gera í þeim. 

Sæl. Er hægt að gera eitthvað við augnpokum? Er alltaf eins og ég sé með poka milli augans og efra kjálkabeins.

Kveðja, M

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Það sem þú ert að spyrja um er aðgerð á neðri augnlokum. Aðgerð á efri og neðri augnlokum er algengasta aðgerð sem flestir lýtalæknar framkvæma. Fita safnast oft fyrir í „nokkrum hólfum“ í neðri augnlokum og mynda þessa „poka“ sem þú ert að tala um. Þessir pokar verða oft meira áberandi með aldrinum þegar húðin okkar þynnist og andlitið verður „niðurlútt“. Skurðurinn er gerður alveg upp við augnhár á neðri aunglokum og aðeins út til hliðar. Síðan er fitan fjarlægð að hluta ásamt mismikilli húð. Í sumum tilvikum er betri kostur að fylla upp í baugana við hliðina á „pokunum“ annaðhvort með fylliefnum eða þinni eigin fitu. Það á sérstaklega við hjá yngra fólki.  Aðgerð á neðri augnlokum er vandasamari en efri og þarf að fara vel yfir áhættur, kosti og galla með sjúklingum. 

Gangi þér vel og bestu kveðjur

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál