Dreymir um svuntuaðgerð

mbl.is/ThinkstocPhotos

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í svuntuaðgerð. 

Sæl Þórdís! 

Mig hefur lengi langað að fara í svuntuaðgerð. Ég er alltaf rauð þarna undir og fæ stundum sár. Þurrka mér samt alltaf vel eftir bað. Fær fólk yfirleitt sár undir svuntunni? Svo er ég að spá í að ef maður er með latexofnæmi, eru þá aðgerðirnar framkvæmdar á stofu eða sjúkrahúsi?

Kveðja, 

KB

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl og takk fyrir góða spurningu.

Ef svuntan /fellingin er mikil þá fær fólk oft roða og jafnvel sár á húðina undir fellinguna. Það getur verið í raun talsverð vinna í því að halda húðinni undir henni hreinni og þurri. Ef húðin er rök og rauð þá er mögulegt að þú sért með sveppasýkingu sem þarf  þá að meðhöndla. Áður en svuntuaðgerð er framkvæmd þarf lýtalæknirinn að vera viss um að ekki sé um sýkingu að ræða.

Fyrir nokkrum árum voru aðgerðir á sjúklingum með latexofnæmi einungis  framkvæmdar á sjúkrahúsi. Í dag getur þú farið í aðgerð á stofu þrátt fyrir latexofnæmið. Við notum latex-frí áhöld og hanska til þess að koma í veg fyrir ofnæmisviðbrögð. Það er því mikilvægt að vita fyrir aðgerð hvort sjúklingur er með latexofnæmi. Það er mjög sjaldgæft að fólk viti ekki af ofnæminu, því mikið er um latex í umhverfinu (t.d. snuð, uppþvottahanskar, smokkar o.s.frv).

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál