Átta heitar hárgreiðslur fyrir sumarið

Það er í tísku að vera með afslappaða og pínu hippalega hárgreiðslu. Byrdie tók saman nokkrar hárgreiðslur þar sem bara helmingurinn af hárinu er tekinn frá í tagl, fléttu eða snúð.

Þessar hárgreiðslur eiga vel við núna þegar sumarið fer að nálgast. Það er fallegt að leyfa hárinu að vera náttúrulegu en samt ekki að hafa það alveg slegið. 

Laus og lágur snúður er sumarlegur hvort sem það er á ströndinni eða í útilegunni. Eitthvað sem allir ættu að ráða við. 

skjáskot/Byrdie.co.uk

Hálft tagl er alltaf snyrtilegt og klassískt. 

skjáskot/Byrdie.co.uk

Lágt hálft tagl með fallegum borða eða spennu er afslappað en samt fínt sem gerir hárgreiðsluna frábæra í sumarbrúðkaupin. 

skjáskot/Byrdie.co.uk

Extra hátt tagl með vafningi er skemmtilegt og töffaralegt. 

skjáskot/Byrdie.co.uk

Hálfur snúður er þægilegur. 

skjáskot/Byrdie.co.uk

Tvær fléttur teknar saman í snúð. Þessa greiðslu þarf að gera í nokkrum skrefum. Best er að skipta fyrst í píku og svo skipta helmingunum í neðri og efri helminga og flétta síðan efri helmingana. 

skjáskot/Byrdie.co.uk

Tvær fiskifléttur teknar saman. Þessi er vissulega fyrir lengra komna en það er hægt að horfa á myndbönd á netinu og æfa sig að gera fiskifléttu. Um að gera byrja núna og þá er hægt að skarta þessari fallegu hárgreiðslu i sumar. 

skjáskot/Byrdie.co.uk

Tætingslegur snúður og flétta á hliðinni er afslappað og hippalegt. 

skjáskot/Byrdie.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál