Geislaði í 255 þúsund króna silkikjól

Forsetafrúin er þekkt fyrir fágaðan smekk.
Forsetafrúin er þekkt fyrir fágaðan smekk. Skjáskot / Telegraph

Donald Trump hefur sjaldan verið hampað fyrir glæstan stíl eða fágað yfirbragð, en það sama verður ekki sagt um eiginkonu hans, Melaniu Trump. Forsetafrúin þykir sérlega glæsileg og er iðulega óaðfinnanlega til fara.

Það sýndi hún og sannaði, eina ferðina enn, þegar hún klæddist kampavínslituðum silkikjól úr smiðju Monique Lhullier þegar hún sótti viðburð í Washington á dögunum.

Samkvæmt frétt The Telegraph er talið að kjóllinn hafi kostað 2.595 dollara, eða tæpar 255 þúsund íslenskar krónur.

Hjónakornin leiddust hönd í hönd, en forsetafrúin vakti mikla athygli …
Hjónakornin leiddust hönd í hönd, en forsetafrúin vakti mikla athygli á dögunum fyrir að neita að leiða eiginmann sinn. AFP
mbl.is