Vill að karlar klæðist fjölbreyttari flíkum

Di Mondo klæðir sig á einstakan hátt.
Di Mondo klæðir sig á einstakan hátt. skjáskot/Instagram

Di Mondo er bandarískur maður sem hefur vakið mikla athygli vestanhafs síðustu ár fyrir djarfan klæðaburð og orkumikla framkomu. 

Einhverjir myndu segja að Di Mondo væri frægur fyrir ekki neitt, enda ekki þekktur fyrir að vinna mikið þó svo að hann hafi lært viðskiptafræði og leiklist. Hins vegar er ekki alveg sanngjarnt að segja að maðurinn geri ekki neitt þar sem hann er einstaklega góður í að klæða sig og vekja athygli á sér. 

Di Mondo vekur gjarnan athygli fyrir skrautlegan klæðaburð.
Di Mondo vekur gjarnan athygli fyrir skrautlegan klæðaburð. mbl.is/AFP

Di Mondo vill að karlmenn klæðist öðruvísi klæðnaði en hefðbundnum karlafötum. Sjálfur hefur hann klæðst skrautlegum jökkum og skyrtum, pilsi, sérstökum fylgihlutum og sparistuttbuxum. Það er gaman að skoða myndir af Di Mondo og ímynda sér hvernig heimurinn væri ef að fleiri karlmenn tækju sömu áhættu og hann. 

mbl.is