Skiptu hárinu rétt eftir andlitsfalli þínu

Jessica Alba er með sporöskjulaga andlit og henta því flestar …
Jessica Alba er með sporöskjulaga andlit og henta því flestar klippingar vel. mbl.is/AFP

Konur eiga það til að skipta hárinu eins í hvert skipti sem þær greiða það. Sumar gera það ef til vill meðvitað en aðrar ómeðvitað. Hárgreiðslumaður stjarnanna, Jordan Garrett, upplýsti Daily Mail um hvers konar skipting hentar mismunandi andlitsföllum.

Sporöskjulaga andlit

Jessica Alba er ein þeirra kvenna sem er með sporöskjulaga andlit. Konur með þetta andlitsfall komast upp með hvaða skiptingu sem er. Jordan ráðleggur þó þeim sem eru með sporöskjulaga andlit að skipta í miðju þar sem það lengir andlitið.

Jessica Alba virðist með lengra andlit þegar hún skiptir í …
Jessica Alba virðist með lengra andlit þegar hún skiptir í miðju. mbl.is/AFP

Hringlaga andlit

Konur með hringlaga andlit ættu að skipta í miðju en leikkonan Jennifer Lawrence er ein þeirra sem er með þetta andlitsfall. Með því að skipta í miðju geta konur látið andlitið líta út fyrir vera lengra. Jordan mælir ekki með toppi fyrir konur með hringlaga andlitsfall. 

Jennifer Lawrence er með hringlaga andlit.
Jennifer Lawrence er með hringlaga andlit. mbl.is/AFP

Langleitt andlit

Leyndarmálið hjá Söru Jessicu Parker og öðrum með langleitt andlit er að forðast að skipta hárinu í miðju. Jordan mælir með því að konur með þetta andlitsfall ættu að hafa hliðarskiptingu. Flestar konur vilja lengja andlit sinn en því er öfugt farið með konur með náttúrulega langleit andlit.

Sarah Jessica Parker er með langeitt andlit og ætti að …
Sarah Jessica Parker er með langeitt andlit og ætti að hafa hliðarskiptingu að mati Jordans. mbl.is/AFP

Hjartalaga andlit

Ef konur eru með hjartalaga andlit eins og Scarlett Johansson er strangheiðarleg hliðarskipting málið. En þannig er athyglin dregin frá kinnunum.

Scarlett Johansson er alla jafna með hliðarskiptingu.
Scarlett Johansson er alla jafna með hliðarskiptingu. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál