Tískuslysin voru svo slæm að þau voru góð

Halla Margrét Agnarsdóttir
Halla Margrét Agnarsdóttir mbl/Árni Sæberg

Helga Margrét Agnarsdóttir er 18 ára nýstúdent  frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Útskriftinni fagnaði hún með því að skella sér til Ítalíu í mánuð og svo fer hún beinustu leið í lögfræði við Háskóla Íslands í haust.   

Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl?

Stílinn minn er mjög skemmtilegur og litríkur, sérstaklega bleikar flíkur. Er næstum alltaf fín, líður best þannig og geng oftast í skyrtum eða blússum, kjólum og pilsum. Ég elska að vera í áberandi flíkum.

Uppáhalds flík Helgu er bleikt tútú-pils sem hún keypti þegar ...
Uppáhalds flík Helgu er bleikt tútú-pils sem hún keypti þegar hún var 13 ára. mbl/Árni Sæberg

Hvaða tískutímabil er í mestu uppáhaldi hjá þér?

Uppáhaldstískutímabilið mitt er cirka 1990-2000 tískan. Allt sem gæti passað inn í Spice Girls eða Clueless mun ég fíla.

Hver er uppáhaldsflíkin þín?

Örugglega bleika tútú-pilsið mitt sem ég keypti þegar ég var 13 ára gömul en er samt ennþá jafn flott. Stúdentshúfan frá því í vor er líka í miklu uppáhaldi.

Hver er nýjasta flíkin í fataskápnum þínum?

Ég var að koma heim frá mánaðarlöngu ferðalagi um Ítalíu þar sem ég keypti aðeins of mikið af nýjum og fínum fötum en uppáhaldsnýjungarnir mínar úr ferðinni eru skólataskan sem ég keypti í Marc Jacobs og bleikur gallajakki.

Nýjasta viðbótin í fataskáp Helgu er Michael Kors Bakpoki.
Nýjasta viðbótin í fataskáp Helgu er Michael Kors Bakpoki. mbl/Árni Sæberg

Hver er uppáhaldsverslunin þín á Íslandi?

Maia, Spúútnik, Zara og síðan er ég dugleg að skoða 5.000 króna tilboðið af yfirhöfnum í Gyllta kettinum og að fara í Rauða kross búðirnar og sannfæra mig um að ég sé að styrkja svo gott málefni að það sé allt í lagi að splæsa.

En í útlöndum?

Langlangmesta uppáhaldsbúðin mín til þess að fara í úti í útlöndum er Intimissimi, ég gjörsamlega elska að kaupa falleg nærföt. Annars versla ég oftast bara í þessum venjulegu high-street verslunum, t.d. Zöru, Topshop, Max og co og Urban outfitters. Kíki samt alltaf líka í merkjavörubúðir og leyfi mér einn og einn hlut. Allavega ekki Primark.

Í hvaða borg finnst þér skemmtilegast að versla?

London, alltaf London!

Verslar þú mikið á netinu?

Hehe já.

Hver eru bestu kaup sem þú hefur gert?

Ekta Burberry kápa sem ég keypti á 7.000 kr.

Hvert er mesta tískuslys þitt – ef það er eitthvað?

Mín tískuslys voru eiginlega svo slæm að þau voru góð, en á miðstigi í grunnskóla byrjaði ég að horfa á Gossip girl og reyndi mikið að herma eftir því en það gekk frekar illa. Var alltaf í skyrtum sem ég hafði mjög flegnar og var með litrík bindi við, síðan átti ég spangir í öllum litum með mjög stórri slaufu. Já og að vera með 3D gleraugu án filmanna til að vera með gervigleraugu.

Hér klæðist Helga Chanel gleraugum sínum.
Hér klæðist Helga Chanel gleraugum sínum. mbl/Árni Sæberg

Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast?

Bláar gallabuxur.

Hver er uppáhaldsaukahluturinn þinn?

Deepa Gurnani-hárböndin mín, Chanel-sólgleraugun mín, skær varalitur og öll litríku veskin mín.

Hvað er helst á óskalistanum þínum núna?

Svo mikið að það er varla hægt að telja það upp.

Ef þú ynnir milljón í happdrætti, hvað myndir þú kaupa í fataskápinn?

Eins mikið og ég gæti frá nýjustu vorlínu Dolce and Gabbana.

Áttu þér tískufyrirmynd?

Cher Horowitz úr clueless, Edie Sedgwick og Iris Apfel.

Deepa Gurnani hárbönd eru í uppáhaldi hjá Helgu.
Deepa Gurnani hárbönd eru í uppáhaldi hjá Helgu. mbl/Árni Sæberg
Helga er hrifin af litríkum handtöskum.
Helga er hrifin af litríkum handtöskum. mbl/Árni Sæberg
mbl.is

Heimilistrendin 2018

21:00 Góðra hugmynda til að fegra heimilið er hvergi betra að leita en á Pinterest. Pinterest hefur gert spá um hvaða stefnur verði heitastar á árinu 2018. Meira »

Frekjukast í flugtaki

18:00 Öll eigum við sögur um hræðileg flug. Ég flaug einu sinni í tólf tíma frá Kenya til Íslands og öll klósett voru orðin stífluð, enginn matur var til í vélinni og vatnið búið. Tvisvar var millilent en ekki var hægt að ná í vistir, ó nei. Í annað sinn sat ég með eldri konu frá Kambódíu nánast í fanginu. Meira »

Heimilið fullkomnað með hönnunarrusli

15:00 Kim Kardashian er nýbúin að gera upp húsið sitt og veit að heimili er ekki fullkomnað nema með fínum ruslatunnum. Raunveruleikastjarnan á ekki bara handtöskur frá Louis Vuitton. Meira »

Ragnar og Ingibjörg eiga von á barni

12:00 Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, Ragnar Kjartansson, á von á barni með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.   Meira »

Sjö ráð til að feika ferskleikann

09:00 Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu. Meira »

„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“

06:00 Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa. Meira »

Ríkir velja sér vini öðruvísi

í gær Ertu meðvitaður um hvernig fólk vinir þínir eru og hvernig þeir geta hjálpað þér? Margir milljónamæringar velja vini sína vel löngu áður en þeir byrja að græða. Meira »

Kyn­lífið sem fólk hræðist

í gær Stellingar sem reyna á færni sem er auðveldara að þjálfa upp í fimleikasal heldur en upi í rúmi vekja frekar hræðslutilfinningu en þægilegt og rólegt kynlíf uppi í rúmi. Meira »

Frábær frumsýning

í gær Það var glatt í hjalla þegar Efi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer með aðalhlutverk sýningarinnar. Meira »

Arnar og María eiga von á barni

í gær Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eiga von á barni. 16 ára aldursmunur er á parinu en Arnar er 44 ára og María 28 ára. Meira »

Hvað ertu tilbúin að ganga langt?

í gær Það var glatt á hjalla í Borgarleikhúsinu þegar verkið Medea var frumsýnt. Í salnum sitja konur öðrum megin og karlar hinum megin. Kynjaskiptur salur er hluti af upplifun sýningarinnar og má hver og einn ráða hvorum megin hann situr. Meira »

Ragnhildur og Hanna selja Logalandið

í gær Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir hafa sett glæsilegt raðhús sitt við Logaland á sölu. Það sem er einstaklega gott við húsið er að bílskúrinn er áfastur, ekki í sérlengju. Meira »

Bað eða sturta, hvort borgar sig?

í gær Þegar baðherbergið er tekið í gegn vaknar oft sú spurning hvort eigi að velja baðker eða góðan sturtuklefa. Þetta skiptir ekki síst máli þegar selja á húsnæðið. Meira »

Er að koma kreppa?

14.1. Það er vel þekkt innan hagfræðinnar að tískan fer í hringi og er ágætis mælikvarði á efnahagslega stöðu hverju sinni í heiminum. Hagfræðingurinn George Taylor var einn sá fyrsti til að koma fram með þetta árið 1926 þar sem hann talaði um vísitölu pilslengdar. Við veltum fyrir okkur hvort kreppa sé á næsta leiti. Meira »

Nördar ná árangri á sínu sviði

14.1. Jákvæð sálfræði er mikilvæg verkfærakista í leik og starfi, að sögn Andreu Róbertsdóttur en hún notar hana mikið í starfi sínu sem stjórnandi. Að hennar mati er mikilvægt að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti þar sem einstaklingar uppgötva sig aftur og aftur á tímum breytinga. Meira »

Að vinna sig frá meðvirkni

14.1. „Á mínum uppvaxtarárum, í minni fallegu og kærleiksríku fjölskylda var ýmislegt sem ekki var talað um og margt sem var ekki kennt,“ segir Anna Sigríður Pálsdóttir. Meira »

Hversu oft þarf að þrífa heimilið?

í fyrradag Heimilisþrif eru ekki bara viðfangsefni Sólrúnar Diego heldur hafa vísindin sitthvað að segja um hversu oft skal þrífa heimilið. Meira »

Langar þig að gista í húsi látins hönnuðar?

14.1. Stofnandi Versace lést á heimili sínu árið 1997. Húsið hefur að mörgu leyti lítið breyst þar sem veggir, gólf, loft og gluggar hafa fengið að halda sér frá tíð Giannis Versace. Meira »

Að hafa hugrekki til að njóta lífsins

14.1. Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir er stofnandi Heilsufélagsins, sem sérhæfir sig í ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja með það að markmiði að efla innihaldsríka velgengni. Meira »

Lykillinn á bak við velgengni Opruh

14.1. Líf Opruh Winfrey breyttist þegar hún tók þá ákvörðun að nýta sjónvarpið í sína þágu. Hún segir mikilvægt að þekkja sjálfan sig og hvernig maður geti nýtt sjálfan sig. Meira »
Meira píla