Af hverju er Georg alltaf í stuttbuxum?

Georg litli er alltaf í stuttbuxum.
Georg litli er alltaf í stuttbuxum. mbl.is/AFP

Georg prins er eitt þekktasta barn í heiminum í dag en fjölmargar myndir hafa birst af honum síðustu vikur. Það sem vekur athygli er að Georg klæðist stuttbuxum á öllum þessum myndum. Ástæðan er ekki bara gott veður í Evrópu heldur einnig sú að það þykir ekki við hæfi miðað við aldur og stöðu Georgs að hann klæðist síðbuxum. 

Georg í stuttbuxum um hávetur.
Georg í stuttbuxum um hávetur. mbl.is/AFP

Georg, sem er þriðji í erfðaröðinni, er alltaf í stuttbuxum og samkvæmt hirðsiðasérfræðingnum William Hanson er líklegt að Georg muni halda áfram að klæðast slíkum buxum í um fjögur ár í viðbót. Í viðtali við Harper Baazar segir Hanson það vera enska hefð að klæða unga pilta í stuttbuxur, síðbuxur eru fyrir eldri menn. 

Hanson segir líka að stuttbuxurnar séu merki um hvaða þjóðfélagshópi Georg tilheyrir. „Þrátt fyrir að tímarnir séu (hægt) að breytast eru síðbuxur á ungum pilti talið vera frekar millistéttarlegt – pínu úthverfalegt. Og ekkert aðals- eða konungsfólk með sjálfsvirðingu vill vera talið úthverfalegt. Ekki einu sinni hertogaynjan af Cambridge,“ sagði Hanson. 

Georg og Karlotta.
Georg og Karlotta. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál