Smartland Mörtu Maríu
|
Tíska og útlit
| mbl
| 11.8.2017
| 20:28
Stefán Karl með frábært hárgreiðslutrix
Stefán Karl Stefánsson notar ekki bara ryksuguna á gólfið.
mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson
Stefán Karl Stefánsson leikari er þekktur fyrir að fara frumlegar og skemmtilegar leiðir í lífinu. Nú tók hann upp á því að nota ryksugu til þess að setja tagl í hár dóttur sinnar.
Mörgum foreldrum þykir erfitt að greiða börnum sínum og eru til ótal hárgreiðslukennslumyndbönd á Youtube en þar lærði Stefán Karl einmitt þetta góða ryksugutrix. Steinunn Ólína Þorsteinsóttir, kona Stefán Karls, deildi myndbandi á Facebook þar sem leikarinn góðkunni sýnir hversu einfalt það er að setja tagl í fólk með ryksugu.
Stefán Karl og Steinunn Ólína
mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson