Tískusýning með nöktum fyrirsætum

Tískusýning Nicholas Nybros vakti mikla athygli á tískuvikunni í Kaupmannahöfn.
Tískusýning Nicholas Nybros vakti mikla athygli á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. skjáskot/Extra Bladet

Nicholas Nybro fatahönnuður vakti athygli fyrir tískusýningu sína á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem fer fram þessa dagana. Stór hluti fyrirsætanna sem gengu fyrir hann voru ekki í fötum. 

Í samtali við Extra Bladet sagði Nybro að hann hefði ekki verið að vinna með söguna Nýju fötin keisarans heldur hefði hann viljað sýna mismunandi líkamsgerðir fyrirsæta, háar, mjóar, litlar og stórar. „Þetta er virðingarvottur við hinn náttúrulega líkama og það hvernig við lítum öll út þegar við förum úr fötunum,“ sagði Nybro. 

Hann vill berjast á móti líkamshræðslu sem hann telur vera stórt samfélagslegt vandamál. Hann segir það vera furðulegt að fólk sé hrætt við eitthvað sem er svona náttúrulegt eins og venjulegur nakinn líkami. 

Sumar fyrirsætunnar voru í fötum.
Sumar fyrirsætunnar voru í fötum. skjáskot/Instagram
Fyrirsæturnar komu fram naktar.
Fyrirsæturnar komu fram naktar. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál