Misstórir fætur „djöfulsins vesen“

Arna Sigrún leitar eftir andfætlingi með sama skó-smekk.
Arna Sigrún leitar eftir andfætlingi með sama skó-smekk. Skjáskot/Facebook

Arna Sigrún Haraldsdóttir, fatahönnuður og markaðskona, er misfætlingur eins og hún kýs að kalla það, en það þýðir að vera með misstóra fætur. Hún leitast nú eftir andfætlingi með sama smekk á skóm og hún svo þær geti deilt skópörum.

„Það er djöfulsins vesen að vera með misstóra fætur! Ef einhver FB vinkona mín (eða vinkona vinkonu...) passar í hægri 37 og vinstri 38 og er þar með andfætlingur minn, má sú hin sama eiga þessa ágætu stilettos. (Þessi færsla er public svo öllum er frjálst að deila),“ segir í Facebook-færslu Örnu.

Fætur Örnu urðu misstórir þegar hún gekk með börnin sín en hún átti tvö börn með stuttu millibili þar sem annar fótur hennar stækkaði en ekki hinn. „Allt skósafnið mitt er núna pínulítið óþægilegt,“ segir hún.

Arna lætur þetta samt í flestum tilfellum virka með því að kaupa skó í stærð 38 og nota innlegg í annan skóinn. Þegar það kemur hinsvegar að opnum hælaskóm þarf hún að kaupa tvenn pör af skónum í sitthvorri stærðinni eins og gerðist í þessu tilfelli.

Hún minnist einnig á það að hún sé nú þegar partur af Facebook-hópnum Félag misfætlinga þar sem hún hefur fundið konur sem eru hennar andfætlingar en enga með eins smekk á skóm og hún sjálf. Hún bætir því við að margar konur í þeim hóp séu mun verr settar en hún þar sem oft eru margar stærðir á milli fóta þeirra.

„Ef maður finnur einhvern sem er andfætlingur manns og með sama skósmekk þá er maður í góðum málum,“ segir Arna og hlær.

Sniðugt er fyrir misfætlinga að finna sér andfætlinga.
Sniðugt er fyrir misfætlinga að finna sér andfætlinga. Mlb.is/Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál