Smáforrit sem fylgist með húðumhirðu

Forritið segir þér hvernig þú ert að standa þig í …
Forritið segir þér hvernig þú ert að standa þig í húðumhirðu. Skjáskot/AppStore

Það þarf engin smáforrit til þess að segja fólki hvenær það er með stóra bólu á hökunni en það eru margir sem að undra sig á því hvað veldur því að húðin sé stundum verri en venjulega.

Þar sem maður horfir á sig á hverjum degi getur verið erfitt að sjá litlar breytingar í húðinni og þess vegna er næstum ómögulegt að vita hvort að öll þessi rándýru hreinsi- og rakakrem sem maður kaupir virki í alvöru. 

En nú er til smáforrit sem hjálpar þér að fylgjast með öllum nýjum hrukkum, baugum, blettum og bólum á húðinni. Forritið heitir YouCam Makeup og það eina sem þú þarft að gera er að taka sjálfsmynd af þér á hverjum degi til þess að vita hvernig þú ert að fara með húðina þína. 

Til þess að forritið virki sem best þarft þú að passa að taka sjálfsmyndirnar í góðri lýsingu á hverjum degi. Svo færðu nokkrar tölur sem segja þér hversu heilbrigð húðin er en því hærri tölur sem þú færð því heilbrigðari er hún. 

Ef þú gerir þetta á hverjum degi í nokkrar vikur eða mánuði þá sérðu strax hvort að rándýra rakakremið þitt sem að fullyrðir að yngir þig um mörg ár sé í raun eitthvað að virka. 

Blaðamaður Cosmopolitan prófaði forritið og þetta var útkoman.
Blaðamaður Cosmopolitan prófaði forritið og þetta var útkoman. Skjáskot/Cosmopolitan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál