Gallajakki fyrir þá handalöngu

Ermarnar á jakkanum eru dragsíðar.
Ermarnar á jakkanum eru dragsíðar. ljósmynd/Net-a-Porter

Gallajakkar eru alltaf vinsælir og má finna ýmsar útgáfur af þeim. Net-A-Porter býður ef til vill upp á einn óvenjulegasta gallajakka sem hefur sést en ermarnar á jakkanum eru óvenju langar, þær ná næstum því niður á hné. 

Jakkinn er fá merkinu Y/Project og kostar 450 pund eða rúmlega 60 þúsund íslenskar krónur. 

ljósmynd/Net-a-Porter

Jakkinn kemur sér ekki bara vel fyrir fólk með óvenju langar hendur heldur má telja svo að fólk sem þolir ekki vettlinga og kýs að vera með hendurnar inn í ermunum hafi fundið sína flík. 

Að vísu sýna myndir hvernig má stílisera jakkann þannig að ermarnar krumpast og lafa því ekki niður á götu. Hversu þægilegt og praktískt Það er verður svo að koma í ljós. 

Svona má útfæra ermarnar.
Svona má útfæra ermarnar. ljósmynd/Net-a-Porter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál