Tíu plastlausir andlitsskrúbbar

Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni.
Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni.

„Almenningur er farinn að átta sig á áhrifum plastnotkunar en örplast í snyrti- og hreinsivörum, sérstaklega í skrúbbum og tannkremum, er byrjað að valda mikilli umhverfismengun í hafinu. Örplast er eins og svampur og drekkur í sig eiturefni umhverfis það, fiskarnir gleypa örplastið, við borðum fiskinn og þannig veldur þessi hringrás því að við erum að innbyrða þessi hættulegu efni. Það sem er meira sláandi er að örplast er farið að finnast í drykkjarvatni og í frétt á mbl.is kom fram að örplast fannst í 94,4% sýna úr drykkjarvatni í Bandaríkjunum og þar sem drykkjvarvatnið mældist hvað hreinast í Evrópu fannst samt sem áður örplast í drykkjarvatninu í 72% sýna sem tekin voru. Þetta eru sláandi niðurstöður og hefur Orkuveita Reykjavíkur nú hug á að mæla plast í drykkjarvatni á Íslandi. Við þurfum að axla ábyrgð á umhverfi okkar og vera meðvituð um innihald í vörum sem við notum og tileinka okkur fjölnota poka, ílát og endurvinnslu. Í snyrtivöruheiminum er þegar byrjað að vinna að lögbanni gegn örplasti í snyrti- og hreinsivörum en mörg fyrirtæki eru sjálfviljug þegar búin að fjarlægja örplast úr vörum sínum,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands í sinni nýjustu grein: 

Eftirfarandi innihaldsefni gefa til kynna að örplast sé að finna í vörunni:

Polyethylene (PE)
Polyethylene terephthalate (PET)
Polypropylene (PP)
Polymethyl methacrylate (PMMA)
Polylactic acid
Nylon

Í tilefni af Plastlausum september er hér fyrir neðan listi yfir tíu plastlausa andlitsskrúbba og geta allar húðgerðir fundið eitthvað við sitt hæfi. Allar vörur nefndar eru án parabena og mineral-olíu.

Herbivore Pink Clay Exfoliating Floral Mask, 4.990 kr. (Nola.is)
Andlitsmaski sem einnig má nota sem andlitsskrúbb. Formúlan kemur í duftformi sem blandað er við vatn og nuddað á andlitið en hún inniheldur m.a. franskan bleikan leir, lífrænar hundarósir, lífrænar rósir og lífræna kamillu. Formúlan er vegan.
Umbúðir: Gler.
Herbivore

Sepai Basic Purify 4D Facial Exfoliator, 11.900 kr. (Madison Ilmhús)
Formúlan kemur í duftformi sem blandað er við vatn og borið á húðina. Þessi vara blandar saman fjórum leiðum til að fjarlægja dauðar húðfrumur: ensím úr ávöxtum leysa þær upp, bambus-agnir nudda þær burt, gluconolactone veitir kemíska uppleysingu og að lokum er það leir sem hreinsar húðina.
Umbúðir: Gler.
4d


Aveda Botanical Kinetics Radiant Skin Refiner, 5.360 kr.
Kremkennd formúla byggð á leir og inniheldur bambus-agnir til að nudda burt dauðar húðfrumur ásamt tourmaline sem veitir húðinni ljómandi útlit.
Umbúðir: Endurunnið plast að hluta til. 
avedabk

Origins Never A Dull Moment, 5.597 kr.
Fínglega mulin fræ úr apríkósum og mangó nudda burt dauðar húðfrumur og papaya-extrakt leysir upp önnur óhreinindi á húðinni. Veitir húðinni bjartari ásýnd.
Umbúðir: Endurunnið plast að hluta til.
747729_fpx
Aesop Tea Tree Leaf Facial Exfoliant, 5.600 kr. (Madison Ilmhús)
Formúlan kemur í duftformi sem blandað er við vatn og borin á húðina. Inniheldur fínlega mulin tea tree-lauf, hnetuskeljar og leir til að nudda burt dauðar húðfrumur og hreinsa húðina.
Umbúðir: Gler.
Aesop-Skin-Tea-Tree-Leaf-Facial-Exfoliant-30g-large
Shiseido WASO Soft+Cushy Polisher, 4.499 kr.
Formúlan notar sellulósa úr plöntum til að fá kornótta áferð sem nuddar burt dauðar húðfrumur. Inniheldur jafnframt tófú úr sojabaunum sem mýkir og styrkir húðina ásamt sérstökum púðurögnum sem soga í sig umframfitu á húðinni.
Umbúðir: Plast.
waso
Rå Oils Radiance Clay Mask, 9.640 kr. (Beautybox.is)
Andlitsmaski í duftformi sem blandað er við lífrænt rósavatn, sem fylgir með, og borið er á húðina. Inniheldur hundarós, grænt te, C-, A- og E-vítamín og má nota sem andlitsskrúbb. Hentar venjulegri og eldri húð.
Umbúðir: Ál húðað með epoxy phenolic og eru 100% endurnýjanlegar.
raoils

Lavera Purifying Scrub, 1.990 kr.
Lífrænn hreinsandi andlitsskrúbbur sem inniheldur meðal annars gingko biloba-extrakt og jojoba-olíu. Formúlan er vegan.
Umbúðir: Endurnýjað plast að hluta til.
Lavera-Purifying-Scrub-zoom
Sepai Peel Mud Exfoliating Mask, 14.900 kr. (Madison Ilmhús)
Djúphreinsandi andlitsmaski sem hreinsar og jafnar olíukennda húð. Formúlan inniheldur bambus-agnir sem nudda upp dauðar húðfrumur ásamt grænu tei, salicylic-sýru og shea-smjöri.
Umbúðir: Gler.
sepai


Blue Lagoon Lava Scrub, 9.900 kr.
Andlitsskrúbbur sem inniheldur fínlega mulið hraun úr umhverfi Bláa lónsins ásamt koladufti sem djúphreinsar húðina, kísil og jarðsjó úr Bláa lóninu.
Umbúðir: Plast.
bllava

Fylgstu með á bak við tjöldin.
Snapchat: Snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn
Instagram: liljasigurdar

mbl.is

Svona er hártískan 2018

Í gær, 18:00 Hártískan hefur sjaldan verið jafn litrík og síðustu misseri. Baldur Rafn Gylfason eigandi heildsölunnar bPro segir að það verði mikið um metallic- og pastelliti ásamt silfurlituðum tónum á næstunni. Baldur segir að það sé mikil kúnst að ná þessum litum fram svo þeir haldist í hárinu. Nú er hann farinn að flytja inn liti frá Hair Passion og segir Baldur að það sé mikill fengur í að fá þessa liti því þeir framleiði fullkomnar blöndur fyrir liti og tóna. Meira »

Eyðir þú peningum vegna hugarangurs?

Í gær, 15:49 Fjölmargar rannsóknir á áhrifum föstu hafa sýnt fram á að áhrifin eru ekki aðeins líkamleg, heldur upplifa þeir sem fasta gjarnan andlega upplyftingu. En hvernig getum við heimfært hugmyndafræði föstunnar yfir á önnur svið lífsins?,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Meira »

Þorirðu að gera eitthvað öðruvísi í sumar?

Í gær, 12:46 Stuttar buxur, hvort heldur sem er stuttar útvíðar við ökkla, eða stuttbuxur í alls konar litum verða allsráðandi í sumar. Einnig eru síðar útvíðar buxur áberandi fyrir sumarið. Ertu tilbúin í herlegheitin? Meira »

Á ég að loka á gifta manninn?

Í gær, 09:46 „Ég kynntist manni sem á konu. Hann er rosalega ljúfur og góður og við svakalega góðir vinir. Samband okkar þróaðist úr vináttu og í eitthvað meira. Hann og konan hafa átt í miklum vandræðum og er samband þeirra mjög slæmt og augljóst að hann ber litlar sem engar tilfinningar til hennar.“ Meira »

Aldur færir okkur hamingju

Í gær, 09:00 Mörg okkar lifa í þeirri blekkingu að lífið verði minna áhugavert með aldrinum. Á meðan rannsóknir sýna að það er einmitt öfugt. Með aldrinum öðlumst við þekkingu, reynslu, auðmýkt og hamingju samkvæmt rannsóknum. Meira »

Gáfu gömlu eldhúsinnréttingunni nýtt líf

í gær Þórunn Stella Hermannsdóttir og Davíð Finnbogason breyttu eldhúsinu hjá sér á dögunum þegar þau máluðu myntugræna eldhússkápana hvíta á lit. Þórunn Stella myndaði ferlið frá a til ö. Meira »

Fimm ástæður fyrir kynlífi í kvöld

í fyrradag Það er hægt að finna fjölmargar góðar ástæður fyrir því að stunda kynlíf fyrir utan þá augljósu, bara af því það er gott.   Meira »

Mættu í hettupeysum og pilsum

í fyrradag Mörgum þykir hettupeysur bara ganga við gallabuxur. Fólk á þessari skoðun ætti að fara að endurforrita tískuvitund sína þar sem nú eru hettupeysur og pils aðalmálið. Meira »

Hryllileg stemming hjá Gucci

í fyrradag Í sal sem minnti á skurðstofu gengu litríkar fyrirsætur Gucci niður tískupallinn. Litrík föt féllu í skuggann á óhugnanlegum aukahlutum. Meira »

Árshátíð Árvakurs haldin með glans

í fyrradag Gleðin var við völd þegar Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is, K100 og Eddu útgáfu, hélt árshátíð sína í Gamla bíó um síðustu helgi. Meira »

„Enginn fullorðinn vill láta skipa sér fyrir“

í fyrradag „Það sem eldra fólk er að fást við er að stórum hluta að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna sig í gegnum söknuð. Sem dæmi eru margir búnir að missa maka sinn, missa hreyfigetuna, sumir þurfa að aðlagast að flytja á hjúkrunarheimili og búa þá ekki í sínu húsi eins og þau eru vön. Breytingar þegar við verðum eldri, getur komið út í reiði.“ Meira »

Heimilislíf: Miklu rómantískari en áður

í fyrradag Elín Hirst býr ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Friðrikssyni, í fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Eftir að hjónin fluttu varð Elín miklu rómantískari. Hún keypti til dæmis kristalsljós á veggina og speglaborð úr Feneyjagleri. Meira »

Íslenskur karl berst við einmanaleika

í fyrradag „Er rúmlega þrítugur og aldrei verið í sambandi og hef verið að berjast við gífurlegan einmanaleika. Ég hef reynt allnokkrum sinnum að tengjast einhverjum en fæ höfnun á eftir höfnun. Ég reyni að halda höfði en það er farið að reynast erfitt.“ Meira »

Ófrjósemi er ekkert til að skammast sín fyrir

21.2. Eftir þrjú ár af árangurslausum tilraunum til þess að eignast barn hafa Eyrún Telma Jónsdóttir og unnusti hennar Rúnar Geirmundsson ákveðið að leita sér frekari hjálpar. Meira »

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

21.2. „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

21.2. „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Skortir kynlíf en vill ekki halda fram hjá

21.2. „Ef ég stunda ekki kynlíf verð ég slæmur í skapinu en kynlífið með kærustunni er alveg dottið niður. Ég vil ekki vera náinn einhverjum öðrum, ég vil bara meira kynlíf með kærustunni minni.“ Meira »

Hvers vegna viltu dýrt heimili?

21.2. Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra” en það sem er. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

21.2. Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

21.2. „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »