Dior-dragtin stóð fyrir sínu

Melania skemmti sér prýðilega á opnunarhátíðinni, eins og sjá má.
Melania skemmti sér prýðilega á opnunarhátíðinni, eins og sjá má. AFP

Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, var heldur betur settleg til fara þegar hún hitti Harry Bretaprins á dögunum.

Melania var í sinni fyrstu opinberu heimsókn án eiginmannsins, en hún var viðstödd opnunarhátíð Invictus-leikanna í Toronto á laugardaginn.

Forsetafrúin klæddist settlegri dragt úr smiðju Dior í tilefni dagsins, og leit að venju óaðfinnanlega út. Dragtin var skreytt svokölluðu „houndstooth“ mynstri, en forsetafrúin klæddist síðan himinháum Manolo Blahnik-hælaskóm til að fullkomna dressið.

Forsetafrúin og prinsinn stilltu sér upp saman, og vakti pósa …
Forsetafrúin og prinsinn stilltu sér upp saman, og vakti pósa Harrys mikla athygli. Getty
mbl.is