Þær elstu langflottastar

Helen Mirren og Jane Fonda voru glæsilegar í París.
Helen Mirren og Jane Fonda voru glæsilegar í París. Samsett mynd

L'Oreal var með tískusýningu á tískuvikunni í París þar sem engar smástjörnur gengu tískupallinn en leikkonurnar Jane Fonda og Helen Mirren gengu tískupallinn eins og þær hefðu aldrei gert neitt annað. 

Það var ánægjulegt að sjá eldri konur á tískusýningunni en fyrirtæki eiga það til að velja aðallega ungar stúlkur í tískusýningar sínar. Jane Fonda verður áttræð á árinu og Helen Mirren er 72 ára. 

Þó svo að þær Fonda og Mirren séu nokkrum áratugum eldri en hin hefðbundna fyrirsæta þá þýðir það ekki að þær komi ekki jafn vel fyrir á tískupallinum. Þvert á móti báru þær af og má sjá á myndunum að þær geisluðu og hvernig sjálfstraustið skein í gegn. 

Jane Fonda var full sjálfstrausts á sýningunni.
Jane Fonda var full sjálfstrausts á sýningunni. mbl.is/AFP
Helen Mirren sýndi flotta takta á tískusýningunni.
Helen Mirren sýndi flotta takta á tískusýningunni. mbl.is/AFP
Breska fyrirsætan Alexina Graham.
Breska fyrirsætan Alexina Graham. mbl.is/AFP
Brasilíska fyrirsætan Luma Grothe.
Brasilíska fyrirsætan Luma Grothe. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál