Kommaskyrta og húðlitaðar sokkabuxur

Föt geta haft mikil áhrif á skoðanir okkar.
Föt geta haft mikil áhrif á skoðanir okkar. Samsett mynd

Leiðtogar stjórnmálaflokkanna keppast nú við að koma vel fyrir svo sem flestir kjósi þá. Eins og sagt er þá skapa fötin manninn og þar sem nú er kosið um menn ekki síður en málefni rýndi Smartland í fataval leiðtoganna sem tóku þátt í fyrstu leiðtogaumræðunum á RÚV í gær, sunnudag. 

Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson, Fundur formanna á Rúv.
Bjarni Benediktsson, Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni mætti í svörtum jakkafötum sem vissulega tákna íhaldssemi. Bjarni tekur enga óþarfa áhættu í fatavalinu heldur kemur fram í fötum sem fólk er vant rétt eins og fólk er vant því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórn. 

Guðmundur Þorleifsson

Guðmundur Þorleifsson.
Guðmundur Þorleifsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það fór lítið fyrir Guðmundi í þættinum og gleymdu spyrlarnir honum til að mynda. Fatnaðurinn hefur þar ekki hjálpað til enda lítið að frétta í þeim efnum. 

Hanna Katrín Friðriksson

Hanna Katrín Friðriksson, Fundur formanna á Rúv.
Hanna Katrín Friðriksson, Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hanna Katrín var smekklega klædd þó svo blaðamaður sé ekki viss um hvað medalían sem hún bar hafi átt að tákna en það er ólíklegt að Viðreisn vinni einhvern kosningasigur. 

Inga Sæland

Inga Sæland. Fundur formanna á Rúv.
Inga Sæland. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Inga mætti í silfruðum bol en metal-litir hafa verið vinsælir síðustu misseri. Við silfraða bolinn var hún svartri opinni peysu en slíka peysu eiga flestar konur inni í skáp. Inga er alþýðukona og vill eflaust höfða til alþýðunnar. 

Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Klassískur og stelpulegur kjóll Katrínar ýtir undir sakleysislega ímynd hennar. Grænu doppurnar á kjólnum eru táknrænar fyrir umhverfisstefnu flokksins. Athygli vakti að Katrín var í húðlituðum nælonsokkabuxum en tískuþenkjandi halda því fram að þær séu aftur orðnar smart. 

Logi Már Einarsson

Logi Már Einarsson.
Logi Már Einarsson. Kristinn Magnússon

Logi var hæfilega afslappaður og fær skyrtan ágætiseinkunn. Logi er menntaður arkitekt og hefur því líklega næmt auga fyrri hinu sjónræna sem skilar sér í fatastílnum. 

Óttarr Proppé

Óttarr Proppé. Fundur formanna á Rúv.
Óttarr Proppé. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óttarr fer ekki langt án rúllukragans og það gerði hann ekki þetta kvöld. Björt framtíð kom inn í stjórnmálin sem ferskur andblær líkt og fatastíll Óttars en nú virðist vera komin einhver þreyta bæði í stílinn og flokkinn. 

Pálmey Gísladóttir

Pálmey Gísladóttir.
Pálmey Gísladóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pálmey býður sig fram fyrir Dögun, lítinn flokk sem þarf á allri athygli að halda. Grái liturinn var síst til þess að vekja þá athygli.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fundur formanna á Rúv.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigmundur er greinilega búinn að skipta um flokk, hann er búinn að skipta út græna bindinu fyrir blátt. Sigmundur er þrátt fyrir allt þekktur húmoristi og hefði verið gaman að sjá hann með fallegt hestabindi í anda flokksmerkisins. 

Sigurður Ingi Jóhannsson

Óttarr Proppé. Sigurður Ingi Jóhannsson. Fundur formanna á Rúv.
Óttarr Proppé. Sigurður Ingi Jóhannsson. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi lét einnig græna bindið vera en var í stað þess með þjóðlegt bindi; blátt og hvítt, í anda stefnu Framsóknarflokksins. 

Þorvaldur Þorvaldsson

Þorvaldur Þorvaldsson. Fundur formanna á Rúv.
Þorvaldur Þorvaldsson. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorvaldur býður sig fram fyrir Alþýðufylkinguna og hefur því verið fleygt að flokkurinn sé kommúnistaflokkur. Rauða skyrtan hrakti að minnsta kosti ekki þær kenningar. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Fundur formanna á Rúv.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Fundur formanna á Rúv. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórhildur Sunna var ansi settlega klædd miðað við aldur en hún er þrítug og yngsti stjórnmálamaðurinn sem tók þátt í umræðunum. Hárgreiðslan sem hún skartaði var einnig gamaldags, mögulega of stíft útlit fyrir þau stjórnmál sem hún talar fyrir. 

mbl.is

Íslenska miðaldra konu langar í mann

Í gær, 21:00 „Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein.“ Meira »

Yngsta barnið er uppáhalds

Í gær, 18:00 Það er satt það sem eldri systkini segja, yngsta barnið í systkinahópnum er í uppáhaldi. Eldri börn þykja oft frek og erfið. Meira »

Tóku heilhring í Perlunni

Í gær, 15:32 Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »

HönnunarMars í Epal

Í gær, 15:00 Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

Í gær, 12:00 Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

í gær „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

í fyrradag Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

í gær Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

í fyrradag Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

í fyrradag Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Retró heimili í Covent Garden

í fyrradag Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

í fyrradag Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

18.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

17.3. Karlie Kloss sýnir að hún sé femínisti á marga vegu. Hún segir sýningu Victoria's Secret vera valdeflandi fyrir konur og skipuleggur forritunarsumarbúðir fyrir unglingsstúlkur. Meira »

Best klæddi maður veraldar?

17.3. Fiðluleikarinn og fyrirsætan Charlie Siem vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir fallegan klassískan stíl. Klassísk tónlist á hug hans allan þó að hann hafi áhrif á fegurðarskyn hönnuða víðsvegar um heiminn. Hann segir tískuna óskipulagða en skemmtilega. Meira »

Heimsfræg en kláruðu ekki skóla

17.3. Hefðbundin skólaganga er ekki fyrir alla og það þarf ekki margar háskólagráður til þess að öðlast frægð, frama og ríkidæmi.   Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

18.3. Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »

Sófinn kostar á við einbýlishús

17.3. Jennifer Aniston velur aðeins það besta og flottasta inn á heimilið. Fara þarf þó varlega í hvíta sófanum hennar enda kostar hann á við heilt hús. Meira »

Klæddu þig eins og bókasafnsfræðingur

17.3. Tískan fer í marga hringi. Um þessar mundir minnir margt í tískunni á Goldie Hawn í Foul Play þar sem hún leikur á eftirminnilegan hátt bókasafnsfræðinginn Gloriu Mundy. Meira »

Svona skipuleggur Michelle Obama sig

17.3. Michelle Obama er með forgangsröðina á hreinu og skipuleggur stefnumótakvöld og æfingar áður en hún samþykkir að koma fram á ráðstefnum eða mæta á fundi. Meira »
Meira píla