Haldið ykkur fast! Svona er ERDEM

Blóm, munstur og kvenleg snið eru áberandi í ERDEMxHM línunni.
Blóm, munstur og kvenleg snið eru áberandi í ERDEMxHM línunni. Ljósmynd/Samsett

Tískuskvísur og stælgæjar um víða veröld bíða spennt eftir 2. nóvember því þá mætir ERDEMxHM til Íslands. Línan er hönnuð af Erdem Moralioglu, sem rekur tískuhúsið ERDEM. 

Erdem er kanadískur og tyrkneskur fatahönnuður sem fæddist í Montreal í Kanada. Hann er alinn upp af tyrkneskum föður og enskri móður sem var alin upp í Kanada. Hann lærði tískuhönnun í Ryerson University í Toronto. Eftir námið flutti hann til Lundúna, var lærlingur hjá Vivienne Westwood á meðan hann stundaði framhaldsnám í Royal Collega of Art. Eftir útskrift 2003 flutti hann til New York þar sem hann starfaði fyrir Diane von Furstenberg, sem er drottning bundnu kjólanna, þangað til hann flutti aftur til Lundúna til að vinna að sínu eigin merki, ERDEM, sem hóf göngu sína 2005. 

Beðið hefur verið eftir ERDEMxHM línunni síðan það var tilkynnt um þetta samstarf. Línan er kvenleg og falleg og er afar mikið lagt í öll smáatriði. 

Tískuljósmyndarinn Michal Pudelka var fenginn til að mynda ERDEMxHM línuna. 

„ERDEMxHM línan hitti beint í mark hjá mér og þess vegna vildi ég gera öðruvísi vörulínu myndaþátt en tíðkast venjulega. Ég er mikið fyrir smáatriði sem koma á óvart og skapa undirliggjandi stemmningu í myndunum, eins og blómin sem einhver sem stendur fyrir utan myndarammann réttir fyrirsætunum,“ segir hinn rómaði ljósmyndari Michal Pudelka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál