Er hægt að losna við reykingahrukkur?

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, svarar spurningum lesenda. Hér er hún spurð út í hrukkur í kringum munninn, hvort hægt sé að losna við þær. 

Sæl Þórdís,

hrukkur í kringum munn og þessar týpísku línur frá nefi og niður á  höku. Er hægt að losna við þær og hvað kostar að láta setja fyllingu í þær? Ég er með ekta svona reykingahrukkur. Svo finnst mér munnsvipurinn vera fastur í skeifu. Hvað segir þú um þetta Þórdís?

Kveðja, Guðrún  

mbl.is/ThinkstockPhotos

Sæl Guðrún og takk fyrir spurninguna,

þegar við eldumst kemur þessi „skemmtilegi ómöguleikasvipur“ hjá okkur, sem má líka kalla skeifu. Þessi svipur kemur á tvöföldum hraða þegar við reykjum. Í tóbakinu eru mörg efni sem eru hættuleg líkama okkar en eitt efnið hefur sérstök áhrif á hrukkumyndun. Það sest á teygjanleikapróteinið okkar sem heitir „elastin“ og minnkar teygjanleika húðarinnar þannig að hrukkur myndast fyrr. Þessar aldursbreytingar koma misseint þótt við séum glöð og hamingjusöm! Það er hægt að reyna að halda í við hann þegar hann er að byrja að koma með fylliefnum, en þegar hann er lengra kominn þá þarf hugsanlega að grípa til andlitslyftingar. Flestir sem koma í fylliefni sprautur vilja ekki of mikla breytingu til þess að fólk taki síður eftir henni. Þannig að við látum 1 sprautu duga (1 ml) í einu. Ein sprauta kostar 70.000 krónur. 

Með bestu kveðjum og gangi þér vel,

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir Dea Medica

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is