Kauphegðun fólks er að breytast

Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S.
Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri S4S, segir að netverslun á Íslandi sé alltaf að aukast og að kauphegðun fólks sé að breytast mikið. Fyrst hafi fólk skoðað varning á netinu og mætt svo í búðina og keypt en nú sé þetta að breytast. Brynja er „prímus mótorinn“ í Stóra netverslunardeginum sem haldinn er í ár í þriðja sinn á laugardaginn. Þar sameinast aðilar í netverslun á Íslandi og bjóða mögnuð tilboð. 

„Þetta er risa söludagur og frábært að klára jólin á sólarhring. Í 24 klukkutíma eru allir vinir í skóginum og hjálpast að við að ýta [sic] vefverslun á Íslandi. Ég tel netið vera framtíðina svo um að gera að nýta sér þetta. Ég hef fengið ótrúlega góð viðbrögð og fullt af snöppurum og bloggurum sem taka þátt í að kynna þetta verkefni,“ segir hún. 

Hvernig er kauphegðun fólks að breytast?

„Fólk er alltaf að treysta meira og meira á netið. Fyrst var það þannig að netið var eingöngu notað til þess að skoða úrval en svo kom fólk alltaf á staðinn til þess að versla. Hins vegar er verslun að færast töluvert yfir á netið. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem treysta veraldarvefnum fyrir kortaupplýsingunum sínum, enda engin ástæða til þess að vera hræddur við það í dag. Þetta er allt svo öruggt og allar upplýsingar trúnaðarmál að sjálfsögðu. Hins vegar er alltaf hópur sem vill frekar mæta á staðinn og ég hef alveg verið og er enn sú týpa, sem þarf að skoða og finna afurðina og máta og svona,“ segir Brynja.

Hún segir þó að fólk þurfi ekki að óttast neitt því það sé lítið mál að panta varning á netinu og skila honum ef hann passar ekki. Brynja segir að þau hjá S4S finni fyrir mikilli aukningu á netsölu á milli ára þótt Ísland sé kannski frekar aftarlega þegar kemur að þessu. 

„Unga kynslóðin er óhrædd við að versla á netinu og finnst það mun eðlilegra og þægilegra en eldri kynslóðinni. En það eru alltaf fleiri og fleiri að nýta sér þennan kost. Bæði er þetta tímasparnaður og mjög hentugt í alla staði. Að versla til skemmtunar er svo bara upplifun sem verður seint tekin af okkur en svona það sem þarf að kaupa af nauðsyn er mjög hentugt að hafa að minnsta kosti þann valkost að geta gengið frá því með nokkrum smellum og fengið það sent til sín.“

Hvað er óskalistanum þínum fyrir jólin?

„Það eru heyrnartól, svo þarf maður alltaf jóladressið. Ég er ekki enn komin á þann stað að vera bara í sama og síðast. Svo er alltaf gaman að fá eitthvað fallegt inn á heimilið og svo síðast en ekki síst þá þarf maður alltaf jólaskó. Ætli þeir verði ekki rússkins þetta árið, það er mikið um það núna. En ég fer pottþétt ekki í jólaköttinn.“

mbl.is

Marmari og stuð í Hafnarfirði

Í gær, 18:50 Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

Í gær, 15:50 Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

Í gær, 12:55 Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

í gær „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

í gær Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

í fyrradag Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

í fyrradag Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

í fyrradag Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

í fyrradag Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

18.2. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »

Lífstíðaruppsögn vegna kynferðisofbeldis?

18.2. Þeir sem verða fyrir ofbeldi á vinnustað, og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á vinnustað, veigra sér við að tilkynna slíkt með formlegum hætti, m.a. af hræðslu við hvað bíður þeirra í kjölfarið. Það er í sjálfu sér alveg skiljanlegt þó svo að það sé ekki í lagi. Meira »

Bill Gates hefur sína veikleika í starfi

17.2. Bill Gates var lengi vel ríkasti maður í heimi. Hann er þó ekki fullkomnari en hver annar og er ekki jafnvígur á öllum sviðum. Meira »

Pör sem rífast eru hamingjusamari

17.2. Rifrildi eru ekki endilega merki um að sambandið sé ekki nógu sterkt. Pör sem rífast á áhrifaríkan hátt eru sögð vera tíu sinnum líklegri til þess að vera í hamingjusömu sambandi en þau pör sem takast ekki á við vandamálin. Meira »

Vildi ekki gráta út af farðanum

17.2. Snjóbrettastelpan Chloe Kim reyndi að halda aftur af tárunum þegar hún vann til verðlauna í Pyeongchang vegna farða. Kim er ekki sú eina sem hefur átt í vandræðum með farðann á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Íslensk kona berst við skilnaðarsamviskubit

17.2. „Ég þjáist af svo miklu skilnaðarsamviskubiti. Er það eðlilegt? Og hvað er til ráða? Skildi fyrir 8 árum við eiginmann minn til 16 ára. Við tók tímabil þar sem börnin okkar voru viku og viku til skiptis hjá okkur með tilheyrandi flutningum milli húsnæða, misjöfnu tilfinningalífi mínu, ójafnvægi og óvissu.“ Meira »

Mátaði bara einn brúðarkjól

16.2. Stílisti Amy Schumer fékk fjóra daga til þess að undirbúa skyndibrúðkaup leikkonunnar og Chris Fisher. Ekki er tími til að ofhugsa kjólavalið þegar fyrirvarinn er stuttur. Meira »

Lovísa fann ástina á Tinder

17.2. Lovísa Kelly var búin að kaupa flugmiða aðra leið heim til Íslands frá Kanada þegar hún hitti Joseph Kelly á Tinder. Lovísa er ekki enn farin til Íslands enda er hún núna gift kona í Kanada. Meira »

Skemmtilegast að „Liffa og njóta“

17.2. „Peningarnir fóru að streyma inn þegar ég byrjaði í uppvaski á matsölustöðum um fermingu,“ segir Andrea og hlær. „Á unglingsárunum fór ég síðan að vinna í Sautján um helgar og á bar á nóttunni. Á sama tíma fékk ég undanþágu til að taka auka einingar í skólanum. Ég hef líka starfað víða erlendis sem hefur aukið menningalæsi og víðsýni.“ Meira »

Leiðist þér líf þitt? Hvað er til ráða?

17.2. Camille býr í París með manni sínum og syni, fertugsafmælið nálgast og henni leiðist. Allt hjakkar í sama fari ár eftir ár. Daginn sem springur á bílnum hennar á fáförnum vegi í grenjandi rigningu er hún að því komin að bugast. En þá birtist Claude, heillandi og uppátækjasamur, kynnir sig sem rútínufræðing og býðst til að hjálpa henni að umbylta lífi sínu. Meira »

Þetta vilja konur í rúminu

16.2. Margt fólk á sér kynlífsdraumóra sem það deilir ekki með neinum, ekki einu sinni maka sínum. Dónalegt tal og að láta binda fyrir augun er meðal þess sem margar konur vilja í rúminu. Meira »