Lífsstílsráð frá Diane von Furstenberg

Diane von Furstenberg er reynslunni ríkari eftir mörg ár í …
Diane von Furstenberg er reynslunni ríkari eftir mörg ár í tískubransanum. mbl.is/AFP

Fatahönnuðurinn Diane von Furstenberg er hafsjór af fróðleik þegar kemur að tísku og útliti kvenna. Vogue tók saman nokkur góð ráð Furstenberg fyrir konur sem eru á hápunkti lífs síns að mati Furstenberg, en hún telur að það sé á árunum 28 ára til 35 ára.

Áratugaheit

Í stað þess að strengja áramótaheit mælir Furstenberg með því að konur horfi til tíu ára í senn. Hún mælir til dæmis með því að fólk hætti að reykja fyrir þrítugt þar sem það verði bara erfiðara að hætta slæmum óvönum eftir þrítugsaldurinn. 

Sólarvörn

Hún ráðleggur konum að forðast sólina í meira mæli, nokkuð sem hún gerði ekki, og minnir á sólarvörnina. 

Láttu hárið vera

Furstenberg segir að allir séu með mismunandi hár með mismunandi vandamál. „Forðastu allt sem kemur í veg fyrir heilbrigði hársins,“ sagði hún. Hún segist bara hafa notað náttúrulegan lit í hárið og þess vegna sé hún með heilbrigt hár sjötug að aldri en hún er þekkt fyrir fallegt hár. 

Farði

Hún hvetur konur til að vera þær sjálfar; ef þær hafa gaman af að vera málaðar ættu þær að gera það. „Ef þú ert hrifin af farða, notaðu mikinn,“ segir hún. Ef konur hafa ekki áhuga á að mála sig ættu þær heldur ekki að gera það. 

Frí með sjálfri þér

Furstenberg ráðleggur konum að fara í frí með sjálfum sér til þess að byggja upp sambandið við sjálfið. „Njóttu þín og njóttu þess sem þú ert.“

Teygjur

„Ef ég ætti að mæla með einum hlut mundi ég með mæla með að þú gerðir jóga,“ sagði Furstenberg. Hún segir að það sé gott til að liðka líkamann en einnig fyrir hugann. 

Dagbókarskrif

„Haltu dagbók, það getur verið sjónræn dagbók eins og Instagram eða skrifleg, af því þú verður svo hamingjusöm við það að líta til baka og lesa um ævintýri lífs þíns,“ segir Furstenberg og mælir með að fólk lifi til fulls og sé ekki hrætt við að fara ótroðnar slóðir. 

Næring

„Þú ert það sem þú borðar. Það er svo einfalt,“ segir Furstenberg, sem mælir með ávöxtum á morgnana, miklu grænmeti og að forðast hveiti og sykur. 

Lærðu að klæða þig

Furstenberg segir mikilvægt að konur viti hvers konar fatnaður henti þeim þegar þær ná þrítugsaldrinum. Sjálf mælir hún með að grunnfatnaður beri með sér alvarlegan blæ en það megi svo skreyta með einhverju skemmtilegu.

 

Diane von Furstenberg.
Diane von Furstenberg. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál