Elskar að klæða sig upp

Ljósmynd/Saga Sig

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman sótti innblástur í diskótímabilið og Jerry Hall þegar hún hannaði jólalínu sína. Saga Sig ljósmyndaði fyrirsætuna <strong>Sigrúnu Evu</strong> í New York. 

„Okkur langaði til þess að gera hátíðlega línu sem væri fullkomin um jólin. Prentin hafa skírskotun í himingeiminn einnig þar sem glimmer og eðalsteinar spila stórt hlutverk í prentunum. Það eru nokkur ný snið í línunni, m.a æðislegur wrap-kjóll og flauelssett, kimono-jakki og buxur í stíl,“ segir Hildur um jólalínuna frá Yeoman.

Hvað um flauelið, er það að gera allt tryllt núna?

„Okkur fannst það passa vel við nýju sniðin og flauel er alltaf fullkomið um hátíðarnar, það er svo sparilegt,“ segir hún.

Jólalínan er innblásin af diskótímabilinu og glamúrpíum þess tíma eins og Jerry Hall.

„Við tókum myndirnar á æðislegu hóteli sem eitt sinn var stærsta hótel í heimi, The New Yorker hotel.

Innréttingarnar eru flestar upprunalegar og það var fullkomið að mynda þar. Myndatakan var á föstudagskvöldi, við fórum líka um alla NY að taka myndir. Það var mjög gaman hvað fólkið á götunni var til í að taka þátt í myndatökunni með okkur, það voru allir í svo miklu stuði,“ segir Hildur en fyrirsætan Sigrún Eva var sko ekki síðri en Jerry Hall á myndunum sem Saga Sig tók af henni.

Komstu í jólaskap við að hanna þessa línu?

„Já, ég er mjög mikið jólabarn, þetta er uppáhaldstíminn minn og ég elska öll tilefni til að klæða mig upp.“

Aðspurð um velgengni Yeoman segir Hildur að það sé rífandi gangur hjá fyrirtækinu.

„Við sýndum sumarlínuna okkar í New York á dögunum og komumst inn í margar verslanir í Bandaríkjunum og Kanada. Einnig finnum við fyrir miklum áhuga á flíkunum og skartinu hjá tónlistarfólki í útlöndum. Og við höfum líka fengið töluverða athygli í blöðunum ytra. Taylor Swift er ein af þeim sem hafa fengið lánað og klæddist flíkunum í nýjum myndböndum en það eru fleiri af hennar kalíberi og við hlökkum til að sjá afraksturinn á næstu misserum,“ segir Hildur.

Línan er fáanleg í Yeoman á Skólavörðustíg 22b.

Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Ljósmynd/Saga Sig
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál