Hætt að fækka fötum fyrir hvað sem er

Adriana Lima hefur lengi gengið tískupallinn fáklædd.
Adriana Lima hefur lengi gengið tískupallinn fáklædd. mbl.is/AFP

Í nóvember gekk ofurfyrirsætan Adriana Lima í átjánda skiptið fáklædd niður tískupallinn fyrir undirfatamerkið Victoria's Secret. Nú segist fyrirsætan vera hætt að fækka fötum fyrir málsstað sem sé ekki þess virði. 

Lima, sem er 36 ára og hefur verið ein eftirsóttasta fyrirsæta heims í mörg ár, virðist loksins vera að átta sig þeim áhrifum sem hún hefur á aðrar konur en konur út um allan heim bera sig saman við hana með misgóðum árangri. 

Lima birti tilkynningu á Instagram þar sem hún greinir meðal annars frá því að eitthvað breyttist innra með henni eftir að vinkona hennar sagði henni að hún væri óánægð með líkama sinn. Eftir þessa athugasemd frá vinkonunni þurfti Lima að hugsa sig tvisvar um þegar hún var beðin um að taka þátt í kynþokkafullu myndbandi. 

„Og á þeirri stundu gerði ég mér grein fyrir því að stór hluti kvenna vaknar örugglega á hverjum degi og reynir að passa inn í staðalímynd sem samfélagið/samfélagsmiðlar/tíska o.s.frv. þröngva upp á [...] Ég hugsaði að þannig ætti ekki að lifa og fyrir utan það [...] Það er ekki heilsusamlegt líkamlega né andlega, svo ég ákvað að breyta til [...] Ég mun ekki fækka fötum fyrir innantóman málstað [...]“

Þykir yfirlýsingin sæta tíðindum enda var Lima ekki á leiðinni að leggja brjóstahaldarann á hilluna. Lima hefur reyndar gefið það út að hún sé ekki hætt að ganga fyrir Vicotria's Secret þrátt fyrir tilkynningu sína. 

Adriana Lima fáklædd á tískusýningu Victoria's Secret.
Adriana Lima fáklædd á tískusýningu Victoria's Secret. mbl.is/AFP
Adriana Lima.
Adriana Lima. mbl.is/Cover Media
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál