Ertu búin að fá þér myrru fyrir jólin?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Þar sem þakkargjörðarhátíðin er nýafstaðin er kominn tími til að spá í ilmvatnið fyrir jólin. Jólamánuðurinn er tími spennu og tilhlökkunar og þá skiptir miklu að ilmkjarninn styðji við það ástand sem mann langar að vera í fyrir jólin.

Það nýjasta fyrir þessi jólin er að velja ilmvatn með myrrutón, en annað heiti yfir ilmkjarnann er frankincense. Myrra minnir á sætan viðarkeim. Ástæðan fyrir því að hann er vinsæll á þessum tíma er að hann hefur skýra tilvísun í fæðingu jesú, en eins og glöggir muna færðu vitringarnir Jesúbarninu myrru þegar hann fæddist. Svo hefur lækningamáttur hans verið þekktur lengi. Þar sem ilmkjarninn er sagður minnka spennu og kvíða. Gefa slökun og vellíðan.

Vinsælustu ilmvötnin með myrru í eru án efa: Annick Goutal, Myrrhe. Ilmvatnið minnir á við og arineld. Prada Myrrhe er mjög fágætt ilmvatn sem fáir ná að finna nema þekkja einhvern sem vinnur hjá Prada. En ilmurinn er blandaður af myrru, lavender og viði. Guerlain Myrrhe et Delires þykir guðdómlegur ilmur með þungum sterkum myrrutón í grunninn. L’Occitane Eau d’Iparie er líka frábær jólailmur sem við getum mælt með.

Fyrir náttúrujólabarnið er hægt að finna hreina myrru eða frankincense-olíur í öllum helstu heilsubúðum landsins. En auk ofangreindra áhrifa er olían talin sótthreinsa, örva meltinguna, vera vökvalosandi og slakandi.

Fyrir þann sem hefur sjálfstraust og tíma til mælum við með því að blanda ilminn sjálfur fyrir jólin. Hvort heldur sem er í gjöf handa sér eða öðrum. Prófið að blanda myrru með sandalwood, vanillu eða rósavatni. En hver og einn á sína uppáhaldstóna í ilmvötnum sem hann getur tengt í ef hann finnur grunntóna í þeim ilmvötnum sem hann er vanur að nota. Og svo má ekki gleyma að nota blönduna í baðið, á líkamann og jafnvel í hárið ef vel liggur við. Við óskum ykkur slakra og vel ilmandi jóla. 

mbl.is/ThinkstockPhotos
Annick Goutal.
Annick Goutal.
L’Occitane Eau d’Iparie.
L’Occitane Eau d’Iparie.
Guerlain myrrhe.
Guerlain myrrhe.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál