Lærðu að blása á þér hárið í eitt skipti fyrir öll

Það að blása á sér hárið snýst ekki um að hoppa upp úr baðkarinu, láta renna úr því, þurrka hárið vel með handklæði, snúa höfðinu á hvolf og þurrka. Nei, til þess að fá fallega áferð og góða lyftingu í hárið þarftu að hafa nokkur góð ráð í huga.

Þú þarft að eiga góðan hárblásara. Boss Gold frá HH Simonsen býr yfir sérstaktri ionic-tækni sem afrafmagnar hárið og svo er hann fljótur að vinna sitt verk.

Þú þarft að eiga góðan hárbursta. Til dæmis Wet Brush Gold, sem er mest seldi flækjubursti í Bandaríkjunum.

Þú þarft að eiga hitavörn. Heat Protection frá label.m mýkir hárflögurnar og ver hárið fyrir öllum kraftmiklum hártækjum.

Það er gott að eiga Blow out spray frá label.m sem ver hárið, þenur það út svo það verður kraftmeira og þykkara. Oft er þetta sprey kallað hlýðnispreyið því það fær hárið til að hlýða.

Þegar þú ert búin/n að blása hárið með heitu og hárið er orðið þurrt og með góðum lyftingi er nauðsynlegt að blása aðeins yfir það með köldum blástri. Með því endist blásturinn betur og hárið verður meira glansandi.

Sléttujárnið Rod 7 frá HH Simonsen býr til fantaflottar krullur.
Sléttujárnið Rod 7 frá HH Simonsen býr til fantaflottar krullur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál