Verður hér eftir kölluð Denim Lovato

Demi Lovato verður seint sökuð um kjarkleysi á rauða dreglinum.
Demi Lovato verður seint sökuð um kjarkleysi á rauða dreglinum. skjáskot/Instagram

Útkoman er misjöfn þegar fólk tekur áhættu í fatavali eins og söngkonan Demi Lovato gerði á dögunum. Söngkonan hefur verið að prófa sig áfram með gallaefnið að undaförnu og hefur hún verið uppnefnd Demin Lovato eftir efninu. 

Lovato klæddist tveimur mismunandi galladressum á Jingle Ball-tónleikum í New York og Miami nú í desember. Lovato komst fram hjá tískulöggunum þegar hún klæddist gallabuxum og gallatoppi úr ljósu gallaefni á fyrri tónleikunum. 

Ljóst gallaefni varð fyrir valinu í New York.
Ljóst gallaefni varð fyrir valinu í New York. mbl.is/AFP

Það sama var ekki upp á teningnum þegar hún klæddist sérstökum gallaklæðnaði í Miami. Það er aðeins hlýrra í Miami í desember en í New York og því hefur Lovato líklega ekki fundist hún þurfa að klæðast heilum buxum. 

Í þetta skiptið var dökkt gallefni fyrir valinu. Lovato var í samfellu og nælonsokkabuxum. Við það var hún síðan í gallajakka og buxnahlífum sem mundu sóma sér vel í villta vestrinu.

Gallafatnað er hægt að finna í ýmsum útfærslum.
Gallafatnað er hægt að finna í ýmsum útfærslum. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál