„Fallegur pels ómissandi yfir hátíðirnar“

Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari.
Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljósmyndarinn Nína Björk er með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku, enda kann hún að raða saman fallegum flíkum. Eins og flestir kýs hún að vera fín yfir jólin, en þó ekki á kostnað þægindanna. Nína Björk sagði okkur frá jóladressinu sínu. 

Kaupirðu þér alltaf nýtt dress fyrir jólin?

„Nei alls ekki. Að sjálfsögðu vill engin fara í jólaköttinn og þess vegna vil ég vera fín, en samt í þægilegum fatnaði.“

Ertu búin að ákveða í hverju þú verður þessi jólin?

„Já og nei, en kjóllinn sem ég fékk í AndreA by AndreA finnst mér fallegur og pínu jólalegur. Það er mjög fallegt efni og mynstur í honum. Fallegur pels er síðan að sjálfsögðu ómissandi yfir hátíðirnar.“

Hvert er eftirminnilegasta jóladressið?

„Silfurlitaði pallíettukjóllinn sem ég lét sauma á mig 13 ára, hann var með stórum herðapúðum, alveg gasalega smart.“

Hefur þú orðið sek um tískuslys á jólunum?

„Það þurfa aðrir að dæma um. Hef örugglega orðið sek um það einhvern tímann.“

Áttu þér draumahátíðardress?

„Ekkert þannig, en pallíetturnar koma sterkt inn yfir hátíðirnar. Allt sem er glitrandi finnst mér jólalegt og fallegt.“

Hvað með hár og förðun, hvernig er slíku háttað yfir hátíðirnar?

„Fallegt vel blásið hár eða smá liðir finnst mér fallegast.“

Hvað með ljóta jólapeysu eða kósí náttföt, er það boðlegt að þínu mati á jólunum?

„Já, um að gera að krydda jólin með skemmtilegum uppákomum. Ég fékk mér einu sinni rosalega jólaleg náttföt, sem eru frekar lummó. Dóttir mín, sjö ára, spurði mig með stórum augum hvort mér fyndist þau í alvörunni flott.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál