Mamma er best klædda kona Íslands

Anna S. Bergmann í grænum munstruðum jakka.
Anna S. Bergmann í grænum munstruðum jakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna S. Bergmann er 22 ára garðbæingur sem dýrkar og dáir fallegan fatnað. Hún starfar í þjónustudeild Alvogen á meðan hún er í árs pásu frá námi og svo er hún bloggari á Femme.is.  Síðustu tvö árin var hún búsett í Lundúnum þar sem hún vann í All Saints sem stílisti og kláraði sitt fyrsta ár í BSc Fashion Management í London College of Fashion.

„Í lok nóvember fékk ég að vita að ég komst inn í Istituto Marangoni í Milanó. Þar mun ég byrja á öðru ári í Fashion Business, Communication and New Media. Eins og gefur til kynna þá hef ég mjög mikla ástríðu fyrir tísku og öllu því sem henni tengist en það er eitthvað sem hefur einkennt mig síðan að ég var ung stelpa,“ segir Anna. 

Þegar Anna er spurð út í sinn eigin fatastíl kemur í ljós að hann er lifandi og skemmtilegur. 

„Ég klæði mig rosalega eftir skapi. Ég get klætt mig í kjól og hæla en á sama tíma gæti ég farið í útvíðar buxur, strigaskó og oversized jakka. Ég er með netta þráhyggju fyrir strigaskóm, töskum og yfirhöfnum. En það er svona það helsta sem fataskápurinn minn samanstendur af,“ segir hún.

Aðspurð hvernig hún raði saman fötum segist hún raða þeim eftir litum og mynstrum. 

„Ég á mjög auðvelt með para saman fatnað ásamt fylgihlutum. Ég ákveð nánast alltaf yfirhöfn og skó fyrst og ákveð restina út frá því.

Vantar eitthvað í fataskápinn þinn?

„Ég er mjög dugleg við að láta ekkert vanta í fataskápinn en eins og er sárvandir mig fallega íþróttatösku. Ég fer það mikið í ræktina að ég hef ákveðið að fjárfesta í einni sem hefur gott notagildi. Ég ætla að gefa sjálfri mér Louis Vuitton Keepall í afmælisgjöf.“

Hvaða litir heilla þig?

„Ég er mjög litaglöð og á auðvelt með að klæðast hinum ýmsu litum. Núna undanfarið hef ég fallið extra mikið fyrir bæði rauðum og leopard mynstruðum flíkum.“

Hvað keyptir þú þér síðast?

„Ég keypti mér rosalega fallegan rauðan jakka frá Zöru. Ég þurfti hann alls ekki en hann var bara svo fallegur.“

Hefur þú keypt eitthvað sem þú sérð eftir að hafa keypt?

„Ég hef svo sannarlega gert tískumistök í fortíðinni , en ég er nokkuð viss um að ég sé loksins búin að læra af mistökunum. Að mínu mati hafa allir þeir hlutir sem ég hef keypt mér nýverið haft mikið notagildi.“

Hvað gerir þú við gömul föt?

„Föt sem ég sé ekki meira notagildi í, gef ég í Rauða krossinn. Það kemur líka fyrir að ég gefi annað hvort systur minni eða vinkonum mínum föt sem ég er hætt að nota.“ 

Hver er best klædda kona Íslands?

„Þetta er ekki erfið spurning, tvímælalaust hún móðir mín. Hún er mín helsta tískufyrirmynd og kenndi mér að ganga í fyrstu hælunum, ég mun vera henni ævinlega þakklát.“

Hvernig föt klæða þig best?

„Ef ég kíki út á lífið þá hef ég mikið verið að vinna með útvíðar buxur í allskyns mynstrum. Svo para ég þær við fallegan topp eða samfellu, síða eyrnalokka, há boots og svo má ekki gleyma pelsinum.“

Áttu einhverja tískufyrirmynd?

„Ég fylgist með mörgum tískudrottningum á Instagram en mínar helstu tískufyrirmyndir eru Chiara Biasi, Julie Sariñana og Danielle Bernstein. Svo má ekki gleyma elsku mömmu og Carrie Bradshaw. Annars leita ég mér innblásturs bæði á Pinterest og með því að skrolla í gegnum Instagram.“

Living the good life

A post shared by Anna S B Helgadóttir (@annasbergmann) on Dec 20, 2017 at 11:34pm PST

Anna er flott í bleikum pels.
Anna er flott í bleikum pels. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Þær flottustu í gulu

Í gær, 23:59 Donatella Versace og Emily Ratajkowski voru glæsilegar í gulu þegar Green Carpet-tískuverðlaunin voru veitt á tískuvikunni í Mílanó á sunnudaginn. Meira »

Endurunna innréttingin frá IKEA sigraði

Í gær, 21:00 Sænska móðurskipið IKEA var rétt í þessu að vinna Red Dot-verðlaunin 2018 í flokki vöruhönnunar fyrir KUNGSBACKA-eldhúsframhliðarnar. Meira »

Bubbi Morthens orðinn afi

Í gær, 18:10 Rokkstjarna Íslands, Bubbi Morthens, varð afi 21. september þegar dóttir hans, Gréta Morthens, og kærasti hennar, Viktor Jón Helgason, eignuðust dóttur. Meira »

Gengur illa að búa til fræg vörumerki

Í gær, 16:00 Viggó Jónsson er annar stofnenda og eigenda Jónsson & Le'macks. Hann hefur unnið mikið fyrir orkufyrirtækin í gegnum árin.   Meira »

Innlit í baðherbergi ofurfyrirsætu

Í gær, 13:02 Baðherbergið er í sama rými og svefnherbergið á heimili fyrirsætunnar Miröndu Kerr og eiginmanns hennar, Evan Spiegel, stofnanda Snapchat. Meira »

Þrjár kynslóðir í Dolce & Gabbana

Í gær, 09:10 Dolce & Gabbana sýndi nýja fatalínu á tískusýningunni í Mílanó á dögunum. Ítalska leikkonan Isabella Rossellini kom fram á sýningunni ásamt dóttur sinni og barnabarni. Meira »

Jólin koma snemma í ár

Í gær, 06:00 Mestu jólabörn landsins ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þar sem senn er hægt að hefja niðurtalningu að jólum. Ef þú ert alvörusælkeri jafnast fátt á við að telja niður að jólum með jóladagatali Lakrids by Johan Bülow. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð. Meira »

7 góðar stellingar fyrir einn stuttan

í fyrradag Það er alltaf tími fyrir kynlíf hvort sem þú ert að drífa þig í vinnuna eða hreinlega í vinnunni, enda þarf kynlíf ekki að taka langan tíma. Þá er gott að muna eftir vel völdum kynlífsstellingum. Meira »

Getur fitusog fjarlægt ístruna á Jóni?

í fyrradag „Ég er miðaldra karl með ístru og náraspik sem mig langar að losna við. Ég er hvergi annarsstaðar með fitu á líkamanum. Þannig að mig langar að fara í fitusog, svo spurningin er hvað myndi það kosta?“ Meira »

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

í fyrradag „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

í fyrradag Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

í fyrradag Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

í fyrradag Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

í fyrradag Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

23.9. „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

23.9. María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

23.9. Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

23.9. Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

23.9. „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

23.9. Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

22.9. Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »