Mamma er best klædda kona Íslands

Anna S. Bergmann í grænum munstruðum jakka.
Anna S. Bergmann í grænum munstruðum jakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna S. Bergmann er 22 ára garðbæingur sem dýrkar og dáir fallegan fatnað. Hún starfar í þjónustudeild Alvogen á meðan hún er í árs pásu frá námi og svo er hún bloggari á Femme.is.  Síðustu tvö árin var hún búsett í Lundúnum þar sem hún vann í All Saints sem stílisti og kláraði sitt fyrsta ár í BSc Fashion Management í London College of Fashion.

„Í lok nóvember fékk ég að vita að ég komst inn í Istituto Marangoni í Milanó. Þar mun ég byrja á öðru ári í Fashion Business, Communication and New Media. Eins og gefur til kynna þá hef ég mjög mikla ástríðu fyrir tísku og öllu því sem henni tengist en það er eitthvað sem hefur einkennt mig síðan að ég var ung stelpa,“ segir Anna. 

Þegar Anna er spurð út í sinn eigin fatastíl kemur í ljós að hann er lifandi og skemmtilegur. 

„Ég klæði mig rosalega eftir skapi. Ég get klætt mig í kjól og hæla en á sama tíma gæti ég farið í útvíðar buxur, strigaskó og oversized jakka. Ég er með netta þráhyggju fyrir strigaskóm, töskum og yfirhöfnum. En það er svona það helsta sem fataskápurinn minn samanstendur af,“ segir hún.

Aðspurð hvernig hún raði saman fötum segist hún raða þeim eftir litum og mynstrum. 

„Ég á mjög auðvelt með para saman fatnað ásamt fylgihlutum. Ég ákveð nánast alltaf yfirhöfn og skó fyrst og ákveð restina út frá því.

Vantar eitthvað í fataskápinn þinn?

„Ég er mjög dugleg við að láta ekkert vanta í fataskápinn en eins og er sárvandir mig fallega íþróttatösku. Ég fer það mikið í ræktina að ég hef ákveðið að fjárfesta í einni sem hefur gott notagildi. Ég ætla að gefa sjálfri mér Louis Vuitton Keepall í afmælisgjöf.“

Hvaða litir heilla þig?

„Ég er mjög litaglöð og á auðvelt með að klæðast hinum ýmsu litum. Núna undanfarið hef ég fallið extra mikið fyrir bæði rauðum og leopard mynstruðum flíkum.“

Hvað keyptir þú þér síðast?

„Ég keypti mér rosalega fallegan rauðan jakka frá Zöru. Ég þurfti hann alls ekki en hann var bara svo fallegur.“

Hefur þú keypt eitthvað sem þú sérð eftir að hafa keypt?

„Ég hef svo sannarlega gert tískumistök í fortíðinni , en ég er nokkuð viss um að ég sé loksins búin að læra af mistökunum. Að mínu mati hafa allir þeir hlutir sem ég hef keypt mér nýverið haft mikið notagildi.“

Hvað gerir þú við gömul föt?

„Föt sem ég sé ekki meira notagildi í, gef ég í Rauða krossinn. Það kemur líka fyrir að ég gefi annað hvort systur minni eða vinkonum mínum föt sem ég er hætt að nota.“ 

Hver er best klædda kona Íslands?

„Þetta er ekki erfið spurning, tvímælalaust hún móðir mín. Hún er mín helsta tískufyrirmynd og kenndi mér að ganga í fyrstu hælunum, ég mun vera henni ævinlega þakklát.“

Hvernig föt klæða þig best?

„Ef ég kíki út á lífið þá hef ég mikið verið að vinna með útvíðar buxur í allskyns mynstrum. Svo para ég þær við fallegan topp eða samfellu, síða eyrnalokka, há boots og svo má ekki gleyma pelsinum.“

Áttu einhverja tískufyrirmynd?

„Ég fylgist með mörgum tískudrottningum á Instagram en mínar helstu tískufyrirmyndir eru Chiara Biasi, Julie Sariñana og Danielle Bernstein. Svo má ekki gleyma elsku mömmu og Carrie Bradshaw. Annars leita ég mér innblásturs bæði á Pinterest og með því að skrolla í gegnum Instagram.“

Living the good life

A post shared by Anna S B Helgadóttir (@annasbergmann) on Dec 20, 2017 at 11:34pm PST

Anna er flott í bleikum pels.
Anna er flott í bleikum pels. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Ragnar og Ingibjörg eiga von á barni

12:00 Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, Ragnar Kjartansson, á von á barni með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.   Meira »

Sjö ráð til að feika ferskleikann

09:00 Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu. Meira »

„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“

06:00 Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa. Meira »

Kyn­lífið sem fólk hræðist

Í gær, 22:26 Stellingar sem reyna á færni sem er auðveldara að þjálfa upp í fimleikasal heldur en upi í rúmi vekja frekar hræðslutilfinningu en þægilegt og rólegt kynlíf uppi í rúmi. Meira »

Ríkir velja sér vini öðruvísi

Í gær, 19:26 Ertu meðvitaður um hvernig fólk vinir þínir eru og hvernig þeir geta hjálpað þér? Margir milljónamæringar velja vini sína vel löngu áður en þeir byrja að græða. Meira »

Frábær frumsýning

Í gær, 16:26 Það var glatt í hjalla þegar Efi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer með aðalhlutverk sýningarinnar. Meira »

Hvað ertu tilbúin að ganga langt?

í gær Það var glatt á hjalla í Borgarleikhúsinu þegar verkið Medea var frumsýnt. Í salnum sitja konur öðrum megin og karlar hinum megin. Kynjaskiptur salur er hluti af upplifun sýningarinnar og má hver og einn ráða hvorum megin hann situr. Meira »

Arnar og María eiga von á barni

í gær Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eiga von á barni. 16 ára aldursmunur er á parinu en Arnar er 44 ára og María 28 ára. Meira »

Ragnhildur og Hanna selja Logalandið

í gær Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir hafa sett glæsilegt raðhús sitt við Logaland á sölu. Það sem er einstaklega gott við húsið er að bílskúrinn er áfastur, ekki í sérlengju. Meira »

Bað eða sturta, hvort borgar sig?

í gær Þegar baðherbergið er tekið í gegn vaknar oft sú spurning hvort eigi að velja baðker eða góðan sturtuklefa. Þetta skiptir ekki síst máli þegar selja á húsnæðið. Meira »

Hversu oft þarf að þrífa heimilið?

í fyrradag Heimilisþrif eru ekki bara viðfangsefni Sólrúnar Diego heldur hafa vísindin sitthvað að segja um hversu oft skal þrífa heimilið. Meira »

Er að koma kreppa?

í fyrradag Það er vel þekkt innan hagfræðinnar að tískan fer í hringi og er ágætis mælikvarði á efnahagslega stöðu hverju sinni í heiminum. Hagfræðingurinn George Taylor var einn sá fyrsti til að koma fram með þetta árið 1926 þar sem hann talaði um vísitölu pilslengdar. Við veltum fyrir okkur hvort kreppa sé á næsta leiti. Meira »

Langar þig að gista í húsi látins hönnuðar?

í fyrradag Stofnandi Versace lést á heimili sínu árið 1997. Húsið hefur að mörgu leyti lítið breyst þar sem veggir, gólf, loft og gluggar hafa fengið að halda sér frá tíð Giannis Versace. Meira »

Að hafa hugrekki til að njóta lífsins

14.1. Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir er stofnandi Heilsufélagsins, sem sérhæfir sig í ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja með það að markmiði að efla innihaldsríka velgengni. Meira »

Lykillinn á bak við velgengni Opruh

14.1. Líf Opruh Winfrey breyttist þegar hún tók þá ákvörðun að nýta sjónvarpið í sína þágu. Hún segir mikilvægt að þekkja sjálfan sig og hvernig maður geti nýtt sjálfan sig. Meira »

Hvað óttast þú mest?

13.1. Lífið er allskonar. Hvert ár getur verið dýrmætur skóli ef við horfumst í augun við það sem við óttumst og bjóðum óttanum byrginn. Þessi grein fjallar um aðstæður sem algengt er að fólk óttist. Það er vel þess virði að skoða leiðir til að sigrast á ótta, enda upplifir fólk frelsi og þroska með því að fara í gegnum slíka vinnu. Meira »

Nördar ná árangri á sínu sviði

í fyrradag Jákvæð sálfræði er mikilvæg verkfærakista í leik og starfi, að sögn Andreu Róbertsdóttur en hún notar hana mikið í starfi sínu sem stjórnandi. Að hennar mati er mikilvægt að víkka sviðið með nýrri hugsun og sköpunarkrafti þar sem einstaklingar uppgötva sig aftur og aftur á tímum breytinga. Meira »

Að vinna sig frá meðvirkni

14.1. „Á mínum uppvaxtarárum, í minni fallegu og kærleiksríku fjölskylda var ýmislegt sem ekki var talað um og margt sem var ekki kennt,“ segir Anna Sigríður Pálsdóttir. Meira »

Ertu að gera það sama og ríkasti maður heims?

13.1. Warren Buffett er frábær náungi sem hefur haldið sínum grundvallarhugmyndum nánast allt sitt líf. Hann gerir hlutina ekki eins og allir, enda er hann einn ríkasti maður heims og hefur verið það í talsvert mörg ár. Sjáum hvort þú sért að gera það sem virkar til að ná á toppinn þegar kemur að peningum. Meira »

Fjögur merki um að streita hafi áhrif á hárið

13.1. Streita hefur neikvæð áhrif á okkur líkamlega og andlega. Of mikil streita hefur til dæmis áhrif á hárið og hárvöxtinn. Lærðu að þekkja einkennin. Meira »
Meira píla