Mamma er best klædda kona Íslands

Anna S. Bergmann í grænum munstruðum jakka.
Anna S. Bergmann í grænum munstruðum jakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna S. Bergmann er 22 ára garðbæingur sem dýrkar og dáir fallegan fatnað. Hún starfar í þjónustudeild Alvogen á meðan hún er í árs pásu frá námi og svo er hún bloggari á Femme.is.  Síðustu tvö árin var hún búsett í Lundúnum þar sem hún vann í All Saints sem stílisti og kláraði sitt fyrsta ár í BSc Fashion Management í London College of Fashion.

„Í lok nóvember fékk ég að vita að ég komst inn í Istituto Marangoni í Milanó. Þar mun ég byrja á öðru ári í Fashion Business, Communication and New Media. Eins og gefur til kynna þá hef ég mjög mikla ástríðu fyrir tísku og öllu því sem henni tengist en það er eitthvað sem hefur einkennt mig síðan að ég var ung stelpa,“ segir Anna. 

Þegar Anna er spurð út í sinn eigin fatastíl kemur í ljós að hann er lifandi og skemmtilegur. 

„Ég klæði mig rosalega eftir skapi. Ég get klætt mig í kjól og hæla en á sama tíma gæti ég farið í útvíðar buxur, strigaskó og oversized jakka. Ég er með netta þráhyggju fyrir strigaskóm, töskum og yfirhöfnum. En það er svona það helsta sem fataskápurinn minn samanstendur af,“ segir hún.

Aðspurð hvernig hún raði saman fötum segist hún raða þeim eftir litum og mynstrum. 

„Ég á mjög auðvelt með para saman fatnað ásamt fylgihlutum. Ég ákveð nánast alltaf yfirhöfn og skó fyrst og ákveð restina út frá því.

Vantar eitthvað í fataskápinn þinn?

„Ég er mjög dugleg við að láta ekkert vanta í fataskápinn en eins og er sárvandir mig fallega íþróttatösku. Ég fer það mikið í ræktina að ég hef ákveðið að fjárfesta í einni sem hefur gott notagildi. Ég ætla að gefa sjálfri mér Louis Vuitton Keepall í afmælisgjöf.“

Hvaða litir heilla þig?

„Ég er mjög litaglöð og á auðvelt með að klæðast hinum ýmsu litum. Núna undanfarið hef ég fallið extra mikið fyrir bæði rauðum og leopard mynstruðum flíkum.“

Hvað keyptir þú þér síðast?

„Ég keypti mér rosalega fallegan rauðan jakka frá Zöru. Ég þurfti hann alls ekki en hann var bara svo fallegur.“

Hefur þú keypt eitthvað sem þú sérð eftir að hafa keypt?

„Ég hef svo sannarlega gert tískumistök í fortíðinni , en ég er nokkuð viss um að ég sé loksins búin að læra af mistökunum. Að mínu mati hafa allir þeir hlutir sem ég hef keypt mér nýverið haft mikið notagildi.“

Hvað gerir þú við gömul föt?

„Föt sem ég sé ekki meira notagildi í, gef ég í Rauða krossinn. Það kemur líka fyrir að ég gefi annað hvort systur minni eða vinkonum mínum föt sem ég er hætt að nota.“ 

Hver er best klædda kona Íslands?

„Þetta er ekki erfið spurning, tvímælalaust hún móðir mín. Hún er mín helsta tískufyrirmynd og kenndi mér að ganga í fyrstu hælunum, ég mun vera henni ævinlega þakklát.“

Hvernig föt klæða þig best?

„Ef ég kíki út á lífið þá hef ég mikið verið að vinna með útvíðar buxur í allskyns mynstrum. Svo para ég þær við fallegan topp eða samfellu, síða eyrnalokka, há boots og svo má ekki gleyma pelsinum.“

Áttu einhverja tískufyrirmynd?

„Ég fylgist með mörgum tískudrottningum á Instagram en mínar helstu tískufyrirmyndir eru Chiara Biasi, Julie Sariñana og Danielle Bernstein. Svo má ekki gleyma elsku mömmu og Carrie Bradshaw. Annars leita ég mér innblásturs bæði á Pinterest og með því að skrolla í gegnum Instagram.“

Living the good life

A post shared by Anna S B Helgadóttir (@annasbergmann) on Dec 20, 2017 at 11:34pm PST

Anna er flott í bleikum pels.
Anna er flott í bleikum pels. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál