Mamma er best klædda kona Íslands

Anna S. Bergmann í grænum munstruðum jakka.
Anna S. Bergmann í grænum munstruðum jakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna S. Bergmann er 22 ára garðbæingur sem dýrkar og dáir fallegan fatnað. Hún starfar í þjónustudeild Alvogen á meðan hún er í árs pásu frá námi og svo er hún bloggari á Femme.is.  Síðustu tvö árin var hún búsett í Lundúnum þar sem hún vann í All Saints sem stílisti og kláraði sitt fyrsta ár í BSc Fashion Management í London College of Fashion.

„Í lok nóvember fékk ég að vita að ég komst inn í Istituto Marangoni í Milanó. Þar mun ég byrja á öðru ári í Fashion Business, Communication and New Media. Eins og gefur til kynna þá hef ég mjög mikla ástríðu fyrir tísku og öllu því sem henni tengist en það er eitthvað sem hefur einkennt mig síðan að ég var ung stelpa,“ segir Anna. 

Þegar Anna er spurð út í sinn eigin fatastíl kemur í ljós að hann er lifandi og skemmtilegur. 

„Ég klæði mig rosalega eftir skapi. Ég get klætt mig í kjól og hæla en á sama tíma gæti ég farið í útvíðar buxur, strigaskó og oversized jakka. Ég er með netta þráhyggju fyrir strigaskóm, töskum og yfirhöfnum. En það er svona það helsta sem fataskápurinn minn samanstendur af,“ segir hún.

Aðspurð hvernig hún raði saman fötum segist hún raða þeim eftir litum og mynstrum. 

„Ég á mjög auðvelt með para saman fatnað ásamt fylgihlutum. Ég ákveð nánast alltaf yfirhöfn og skó fyrst og ákveð restina út frá því.

Vantar eitthvað í fataskápinn þinn?

„Ég er mjög dugleg við að láta ekkert vanta í fataskápinn en eins og er sárvandir mig fallega íþróttatösku. Ég fer það mikið í ræktina að ég hef ákveðið að fjárfesta í einni sem hefur gott notagildi. Ég ætla að gefa sjálfri mér Louis Vuitton Keepall í afmælisgjöf.“

Hvaða litir heilla þig?

„Ég er mjög litaglöð og á auðvelt með að klæðast hinum ýmsu litum. Núna undanfarið hef ég fallið extra mikið fyrir bæði rauðum og leopard mynstruðum flíkum.“

Hvað keyptir þú þér síðast?

„Ég keypti mér rosalega fallegan rauðan jakka frá Zöru. Ég þurfti hann alls ekki en hann var bara svo fallegur.“

Hefur þú keypt eitthvað sem þú sérð eftir að hafa keypt?

„Ég hef svo sannarlega gert tískumistök í fortíðinni , en ég er nokkuð viss um að ég sé loksins búin að læra af mistökunum. Að mínu mati hafa allir þeir hlutir sem ég hef keypt mér nýverið haft mikið notagildi.“

Hvað gerir þú við gömul föt?

„Föt sem ég sé ekki meira notagildi í, gef ég í Rauða krossinn. Það kemur líka fyrir að ég gefi annað hvort systur minni eða vinkonum mínum föt sem ég er hætt að nota.“ 

Hver er best klædda kona Íslands?

„Þetta er ekki erfið spurning, tvímælalaust hún móðir mín. Hún er mín helsta tískufyrirmynd og kenndi mér að ganga í fyrstu hælunum, ég mun vera henni ævinlega þakklát.“

Hvernig föt klæða þig best?

„Ef ég kíki út á lífið þá hef ég mikið verið að vinna með útvíðar buxur í allskyns mynstrum. Svo para ég þær við fallegan topp eða samfellu, síða eyrnalokka, há boots og svo má ekki gleyma pelsinum.“

Áttu einhverja tískufyrirmynd?

„Ég fylgist með mörgum tískudrottningum á Instagram en mínar helstu tískufyrirmyndir eru Chiara Biasi, Julie Sariñana og Danielle Bernstein. Svo má ekki gleyma elsku mömmu og Carrie Bradshaw. Annars leita ég mér innblásturs bæði á Pinterest og með því að skrolla í gegnum Instagram.“

Living the good life

A post shared by Anna S B Helgadóttir (@annasbergmann) on Dec 20, 2017 at 11:34pm PST

Anna er flott í bleikum pels.
Anna er flott í bleikum pels. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Hjólreiðar bæta kynlífið

Í gær, 21:00 Líklegt er að kynlíf kvenna hafi batnað með hjólaæðinu og fjölgun hjólastíga. Konur sem hjóla mikið eru með meiri kynhvöt en þær sem hjóla ekki. Meira »

Þrumustuð á fótboltafrumsýningu

Í gær, 18:00 Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum var frumsýnd í Sambíóunum Egilshöll í gær, fimmtudag. Myndin er byggð á bók Gunnars Helgasonar og lék Gunnar á als oddi á frumsýningunni. Meira »

Edda Björgvins bauð í partí

Í gær, 15:00 Edda Björgvinsdóttir og samstarfsfólk hennar tóku á móti gestum í Mun á Barónsstíg í tilefni útgáfu Styrkleikakortanna.  Meira »

Hvati og Dóra selja í Vestmannaeyjum

Í gær, 12:00 Fjölmiðlamaðurinn Sighvatur Jónsson eða Hvati eins og útvarpshlustendur þekkja hann hyggst flytja upp á land ásamt fjölskyldu sinni. Meira »

Best klæddu konur Íslands

í gær Hefð hefur skapast fyrir því að velja best klæddu konur landsins árlega. Að þessu sinni var valið vandasamt enda fjölmargar íslenskar konur sem bera af þegar kemur að klæðaburði. Eftirfarandi er listi yfir þær sem komust á blað dómnefndar sem skipuð var af ritstjórn Tískublaðs Morgunblaðsins. Meira »

Taktu inn sama vítamín og Kim Kardashian

í gær Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með þykkt og fallegt hár á höfðinu. Nú hefur hún ljóstrað því upp hver galdurinn á bak við þetta er. Meira »

Sjálfstæðiskonur skemmtu sér

í fyrradag Landssamband sjálfstæðiskvenna hélt landsfundarhóf á Hótel Íslandi og þangað mættu um 150 konur. Hefð er að LS standi fyrir hófi fimmtudaginn fyrir landsfund og á því var engin breyting nú. Meira »

Ósiðir kvenna eftir ræktina

í fyrradag Ekki fara allar konur í sturtu eftir æfingu, skipta um föt, drekka vatn og borða hollt. Sumar fara í sveittum buxum í næstu bílalúgu. Meira »

Gjafir fyrir fermingarstúlkuna

í fyrradag Verslanir landsins eru fullar af áhugaverðum gjöfum fyrir fermingarbarnið í dag. Eftirfarandi eru gjafahugmyndir sem ættu að koma að gagni. Meira »

Heitustu tæknivörurnar fyrir fermingarbarnið

í fyrradag Tækninni fleygir fram og það sem var heitasta tæknivaran á síðasta ári er svo sannarlega ekki það sama og nú.   Meira »

Katrín paraði saman grænt og grænt

í fyrradag Græn föt eru framarlega í fataskáp Katrínar hertogaynju. Við grænan kjól klæddist hún grænni kápu en ekki er lengra síðan en um síðustu helgi að hún klæddist dökkgrænni kápu. Meira »

Heiðrún Anna heimsótt í Lundúnum

í fyrradag Baðherbergi Heiðrúnar Önnu Björnsdóttur tónlistarmanns í Lundúnum fékk yfir 100.000 læk á Pinterest. Baðherbergið hannaði hún sjálf frá grunni ásamt öllum öðrum rýmum á heimili sínu. Húsið er ákaflega fallegt og litríkt. Meira »

Er algjör töskuperri

22.3. Birgitta Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi segist versla alltof mikið á netinu. Hún segist fara inn á Asos-appið nokkrum sinnum á dag og endar oft á því að kaupa sér bunka af fötum. Meira »

Pör sem gera þetta stunda meira kynlíf

21.3. Kynlífið batnar ekki bara við betri bólbrögð. Það er gott fyrir sambandið að skreppa til útlanda eða upp í bústað.   Meira »

Fermingargjafir sem breyta

21.3. Þegar kemur að því að gefa fermingarbörnum gjafir eru mörg okkar hugsandi yfir hvaða gjafir geta gefið börnunum í lífinu okkar nýtt og jákvætt sjónarhorn á lífið. Á fermingaraldri er unga fólkið okkar svo meðtækilegt fyrir heimspeki og jákvæðum boðskap. Meira »

Nýtt heimili fyrir litla peninga

21.3. Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður er komin með sína litalínu sem fæst í Slippfélaginu. Sæbjörg eða Sæja eins og hún er kölluð segir samstarfið hafi orðið til eftir þrotlausa vinnu við að finna réttu litina. Meira »

Komdu vel fyrir á fyrstu 5 mínútunum

21.3. Hversu snemma á að mæta í atvinnuviðtal? Ekki of snemma en ekki of seint heldur. Það þarf ekki bara að heilla ráðningastjórann líka fólkið í móttökunni til þess að landa draumastarfinu. Meira »

Einfalt ráð til að auka brennsluna

21.3. Einfaldasta leiðin velja þann tímaglugga að fasta sem þér hentar, 12 eða 14 klst sem dæmi. Þú þarft ekki að styðjast við Intermittent fasting á hverjum degi. Hugsaði bara með þér að borða ekkert 2-4 klst fyrir svefn á virkum dögum. Þar sem konur eru viðkvæmari fyrir blóðsykursójafnvægi en karlar m.a mæli ég því fremur með konur fasti í 12-14 klst fremur en lengur. Meira »

Missirinn blossaði upp

21.3. Emilíana Torrini er gestur Trúnó á fimmtudaginn. Hún segir frá því hvernig paranojan hafi blossað upp þegar hún varð móðir.   Meira »

Útlandalegt við Hagamel

21.3. Við Hagamel í Reykjavík stendur glæsileg íbúð með áhugaverðu yfirbragði. Hver hlutur á sinn stað og smekklegheitin eru allsráðandi. Meira »
Meira píla