Mamma er best klædda kona Íslands

Anna S. Bergmann í grænum munstruðum jakka.
Anna S. Bergmann í grænum munstruðum jakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna S. Bergmann er 22 ára garðbæingur sem dýrkar og dáir fallegan fatnað. Hún starfar í þjónustudeild Alvogen á meðan hún er í árs pásu frá námi og svo er hún bloggari á Femme.is.  Síðustu tvö árin var hún búsett í Lundúnum þar sem hún vann í All Saints sem stílisti og kláraði sitt fyrsta ár í BSc Fashion Management í London College of Fashion.

„Í lok nóvember fékk ég að vita að ég komst inn í Istituto Marangoni í Milanó. Þar mun ég byrja á öðru ári í Fashion Business, Communication and New Media. Eins og gefur til kynna þá hef ég mjög mikla ástríðu fyrir tísku og öllu því sem henni tengist en það er eitthvað sem hefur einkennt mig síðan að ég var ung stelpa,“ segir Anna. 

Þegar Anna er spurð út í sinn eigin fatastíl kemur í ljós að hann er lifandi og skemmtilegur. 

„Ég klæði mig rosalega eftir skapi. Ég get klætt mig í kjól og hæla en á sama tíma gæti ég farið í útvíðar buxur, strigaskó og oversized jakka. Ég er með netta þráhyggju fyrir strigaskóm, töskum og yfirhöfnum. En það er svona það helsta sem fataskápurinn minn samanstendur af,“ segir hún.

Aðspurð hvernig hún raði saman fötum segist hún raða þeim eftir litum og mynstrum. 

„Ég á mjög auðvelt með para saman fatnað ásamt fylgihlutum. Ég ákveð nánast alltaf yfirhöfn og skó fyrst og ákveð restina út frá því.

Vantar eitthvað í fataskápinn þinn?

„Ég er mjög dugleg við að láta ekkert vanta í fataskápinn en eins og er sárvandir mig fallega íþróttatösku. Ég fer það mikið í ræktina að ég hef ákveðið að fjárfesta í einni sem hefur gott notagildi. Ég ætla að gefa sjálfri mér Louis Vuitton Keepall í afmælisgjöf.“

Hvaða litir heilla þig?

„Ég er mjög litaglöð og á auðvelt með að klæðast hinum ýmsu litum. Núna undanfarið hef ég fallið extra mikið fyrir bæði rauðum og leopard mynstruðum flíkum.“

Hvað keyptir þú þér síðast?

„Ég keypti mér rosalega fallegan rauðan jakka frá Zöru. Ég þurfti hann alls ekki en hann var bara svo fallegur.“

Hefur þú keypt eitthvað sem þú sérð eftir að hafa keypt?

„Ég hef svo sannarlega gert tískumistök í fortíðinni , en ég er nokkuð viss um að ég sé loksins búin að læra af mistökunum. Að mínu mati hafa allir þeir hlutir sem ég hef keypt mér nýverið haft mikið notagildi.“

Hvað gerir þú við gömul föt?

„Föt sem ég sé ekki meira notagildi í, gef ég í Rauða krossinn. Það kemur líka fyrir að ég gefi annað hvort systur minni eða vinkonum mínum föt sem ég er hætt að nota.“ 

Hver er best klædda kona Íslands?

„Þetta er ekki erfið spurning, tvímælalaust hún móðir mín. Hún er mín helsta tískufyrirmynd og kenndi mér að ganga í fyrstu hælunum, ég mun vera henni ævinlega þakklát.“

Hvernig föt klæða þig best?

„Ef ég kíki út á lífið þá hef ég mikið verið að vinna með útvíðar buxur í allskyns mynstrum. Svo para ég þær við fallegan topp eða samfellu, síða eyrnalokka, há boots og svo má ekki gleyma pelsinum.“

Áttu einhverja tískufyrirmynd?

„Ég fylgist með mörgum tískudrottningum á Instagram en mínar helstu tískufyrirmyndir eru Chiara Biasi, Julie Sariñana og Danielle Bernstein. Svo má ekki gleyma elsku mömmu og Carrie Bradshaw. Annars leita ég mér innblásturs bæði á Pinterest og með því að skrolla í gegnum Instagram.“

Living the good life

A post shared by Anna S B Helgadóttir (@annasbergmann) on Dec 20, 2017 at 11:34pm PST

Anna er flott í bleikum pels.
Anna er flott í bleikum pels. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Drukku í sig listina í kjallaranum

18:00 Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

15:30 Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

11:46 Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

05:10 Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

Í gær, 21:00 Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

Í gær, 19:00 Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

í gær „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

í gær Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

í gær Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

í fyrradag Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

í fyrradag Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

11.12. „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

11.12. Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

11.12. Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

11.12. Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

10.12. Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

10.12. Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

10.12. Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

10.12. Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

10.12. Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

10.12. Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »