Með tveggja alda gamalt höfuðdjásn

Friðrik og Mary voru prúðbúin á nýársdag.
Friðrik og Mary voru prúðbúin á nýársdag. skjáskot/People

Danska konungsfjölskyldan fagnaði nýárinu á nýársdag í sínu fínasta pússi. Spariklæðnaður þeirra er aðeins fínni en sparigalli almennings er. Konurnar mættu með kórónur og vakti kórónan sem Mary krónprinsessa bar athygli. 

Kórónan sem Mary bar er yfir tveggja alda gömul samkvæmt People og eru til sögur af henni síðan Napóleon Bónaparte tók sér keisaratign um 1800. Er kórónan skreytt demöntum og rúbínsteinum. 

Friðrik krónprins, eiginmaður Mary, bar ekki kórónu en mætti þó með virðulegan fjaðurskreyttan hatt, voru hjónin auk þess orðum skreytt. 

ljósmynd/Kongehuset
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál