Notar puttana í farðann

Olivia Wilde notar gerviaugnhár í stað maskara.
Olivia Wilde notar gerviaugnhár í stað maskara. mbl.is/AFP

Leikkonan Olvia Wilde fór yfir förðunarrútínuna sína fyrir Vogue. Wilde er ekki mikill snyrtipinni, hún hefur mikið að gera og virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af útlitinu, enda gullfalleg kona. 

Eftir að hafa gert húðina tilbúna fyrir farða setur hún á hyljara undir augun sem hún nuddar inn í húðina með fingrunum. Hún notar síðan puttana aftur til þess að bera á sig kinnalit sem hún setur líka á varirnar. Hún segist eiginlega ekki nota bursta, hún notar puttana því hún er alltaf með þá á sér. 

Olivia Wilde.
Olivia Wilde. mbl.is/AFP

Því næst eru augabrúnirnar en hún fór illa með augabrúnirnar þegar hún var yngri og markmiðið var að fá augabrúnir eins og Kate Moss. Hún kvartar ekki undan því enda segist hún vera augabrúnabrjálæðingur og lagar þær með lit og greiðir þær. 

Þegar kemur að augnförðun sleppir Wilde maskara, hún segist einfaldlega ekki hafa tíma og sé löt og notar því gerviaugnhár. Hún notar síðan blautan augnblýant til þess að draga litla línu sem hún snyrtir með eyrnapinna. 

Á myndbandi má sjá rútínu Wilde eins og hún leggur sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál