Konan sem sá um að klæða stjörnurnar

Kate Young sá um að klæða fjórar leikkonur fyrir Golden …
Kate Young sá um að klæða fjórar leikkonur fyrir Golden Globe. Samsett mynd

Margra klukkutíma vinna liggur að baki útliti stjarnanna þegar þær loksins mæta á rauða dregilinn. Þær klæða sig ekki sjálfar heldur njóta krafta fagfólks. Stílistinn Kate Young sá um að klæða leikkonurnar Margot Robbie, Michelle Williams, Natalie Portman og Dakotu Johnson fyrir Golden Globe-verðlaunahátíðina. 

Dagarnir fyrir hátíðina voru stífir hjá Young eins og má lesa á Vogue. Eins og fram kemur í skrifum Young hófst vinnan við Golden Globe-útlitið í desember en sjálf hátíðin fór ekki fram fyrr en sunnudaginn 7. janúar. 

Young sér um að Margot Robbie klæðist fínum fötum þegar hún kynnir myndina I, Tonya en þær luku við að máta Gucci-kjólinn fyrir Golden Globe á föstudeginum fyrir hátíðina ásamt teymi frá Gucci. 

Margot Robbie klæddist Gucci.
Margot Robbie klæddist Gucci. mbl.is/AFP

Eftir fundinn með Robbie hitti Young Michelle Williams þar sem Williams mátaði Louis Vuitton-kjólinn sem hún klæddist en teymi frá franska tískuhúsinu sáu líka til þess að Williams liti sem best út í kjólnum. 

Michelle Williams í Louis Vuitton.
Michelle Williams í Louis Vuitton. mbl.is/AFP

Á laugardeginum heimsótti Young Natalie Portman. Þar völdu þær milli þriggja kjóla en Dior-kjóll varð fyrir valinu. Auk þess völdu þær hring frá Tiffany & Co. sem Portman skartaði. 

America Ferrera ásamt Natalie Portman í Dior kjólnum.
America Ferrera ásamt Natalie Portman í Dior kjólnum. mbl.is/AFP

Að lokum hitti hún Dakotu Johnson þar sem hún hitti aftur Gucci-teymið sem fylgdist með Johnson máta kjól frá ítalska merkinu en Johnson hafði mátað kjólinn fyrir jól í London. Einnig þurfti að velgja fylgihluti. 

Dakota Johnson í Gucci.
Dakota Johnson í Gucci. mbl.is/AFP

Young var með gott teymi með sér sem sá um að hjálpa henni að finna út úr hvaða skó skyldi para við kjólana, skartgripi og hár og förðun. Áður en leikkonurnar lögðu af stað á rauða dregilinn kíkti Young á þær svo þær litu örugglega sem best út.  

🍾🍾🍾 my golden globes diary is up on vogue.com link in profile

A post shared by Kate Young (@kateyoung) on Jan 10, 2018 at 3:34am PST





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál