Sjö ráð til að feika ferskleikann

Angelina Jolie er alltaf fersk, sama hvað.
Angelina Jolie er alltaf fersk, sama hvað. mbl.is/AFP

Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu?  Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu.

Becca Backlight Priming Filter, 5.199 kr.
Becca Backlight Priming Filter, 5.199 kr.

1. LJÓMANDI GRUNNUR

Krem eða farðagrunnar sem veita ljóma eru okkar bestu vinir í skammdeginu og hægt er að nota slíkar vörur stakar eða undir farða. Stundum er þó grámyglan svo mikil að við þurfum að setja þykkt lag af slíkum ljóma yfir allt andlitið en á betri dögum nægir að setja ljómann á hæstu punkta andlitsins eða blanda nokkrum dropum saman við rakakrem eða farða.

Guerlain Météorites CC GLOW, 5.457 kr.
Guerlain Météorites CC GLOW, 5.457 kr.

2. LITALEIÐRÉTTIN

Með litaleiðréttingu getum við á fljótlegan hátt tekið út til dæmis roða, dökka bletti og blámann sem einkennir bauga. Með litaleiðréttingu þurfum við minna af hyljara og farða svo heildarútlitið verður léttara og frísklegra. Prófaðu nýju Météorites CC GLOW-pennana frá Guerlain en formúlan er sérlega auðveld í notkun.

Shiseido Synchro Skin Glow Luminizing Fluid Foundation SPF 20, 6.499 ...
Shiseido Synchro Skin Glow  Luminizing Fluid Foundation SPF 20, 6.499 kr.

3. ÞYNNRI OG LÉTTARI FARÐI

Þegar við horfum í spegilinn og grámyglan blasir við þá er freistandi að finna farða sem veitir mikla þekju og er nægilega þykkur til að kæfa öll lífsins vandamál. Þetta er hinsvegar röng nálgun því það er fátt sem dregur hraðar í ferskleikanum en mött meik-gríma. Tileinkaðu þér litaleiðréttingu í skrefinu hér á undan og notaðu svo fallega, þunna og ljómandi farða sem fullkomna húðina þína en fela hana ekki. Shiseido Synchro Skin Glow-farðinn er léttur, rakagefandi og áferðin ótrúlega falleg á húðinni. Fínar línur verða minna áberandi og yfirborðið sléttara.

By Terry Stylo-Expert Click Stick, 4.900 kr. (Madison Ilmhús)
By Terry Stylo-Expert Click Stick, 4.900 kr. (Madison Ilmhús)

4. HYLJUM BAUGANA Á RÉTTAN HÁTT Því miður setja margir baugahyljara undir augun og niður á kinnar. Með þessu ertu ekki að fela baugana heldur lýsa upp allt svæðið þannig að það mótar ennþá fyrir þrota og baugum en í aðeins ljósari lit. Til að fela bauga skal nota leiðréttandi hyljara á sjálft dökka svæðið eingöngu og þá ertu komin með jafnari heildartón á húðina. Gættu þess að nota ekki of ljósan hyljara á augnsvæðið, hann á einungis að vera hálfum eða einum tóni ljósari en húðin. Of ljós og of mikill og þykkur hyljari getur nefnilega gert okkur þreytulegri en ella.

Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick, 7.199 kr.
Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick, 7.199 kr.

5. KREMAÐUR KINNALITUR

Litur í andliti einkennir ferskleika og rjóðar kinnar einkenna ungdóminn svo auðvitað eigum við allar kinnaliti. Hinsvegar getur það verið sniðugt að skipta yfir í kinnalit í kremformi því húðin er gjarnan þurr yfir veturinn en kremkinnalitir eru einnig náttúrulegri ásýndar og skapa aukinn ljóma. Kinnalitastiftin frá Chanel eru mjög falleg, litirnir framúrskarandi fallegir og áferðin þannig að það er auðvelt að blanda litinn á húðinni. Ekki hefur farið mikið fyrir þeim á íslenskum snyrtivörumarkaði svo núna vona ég að lesendur geri sér ferð út í næstu snyrtivöruverslun til að skoða þau nánar.

Clarins Instant Light Natural Lip Perfector, 3.199 kr.
Clarins Instant Light Natural Lip Perfector, 3.199 kr.

6. LITAÐUR VARASALVI Varalitur getur samstundis lífgað upp á þreytulega ásýnd en í frosti og kulda eru varirnar gjarnan þurrar og við leitum frekar á náðir varasalva. Blandaðu þessu tvennu saman með því að nota litaðan varasalva og vertu þannig með djúsí varir en á sama tíma lit á vörunum til að fríska andlitið við.

Guerlain Météorites Heart Shape, 7.700 kr.
Guerlain Météorites Heart Shape, 7.700 kr.

7. LJÓMI OG LITUR TIL AÐ MÓTA ANDLITIÐ

Í vorlínu Guerlain má finna sérstaka pallettu sem inniheldur ljómapúður og kinnalit en fáir vita að þetta er palletta sem ætluð er til að móta andlitið og er tæknin innblásin frá Suður-Kóreu. Hugsunin er að fá einskonar hjartalagaða ásýnd með því að nota bleiku tónana á kinnarnar og við hárlínuna og ljómapúðrið á kinnbeinin og nefbeinið til að draga þau fram. Slepptu sportröndinni undir kinnbeinunum og prófaðu asísku leiðina að mótuðu andliti.

Fylgstu með bakvið tjöldin:

Snapchat: Snyrtipenninn

Instagram: Snyrtipenninn

mbl.is

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í gær Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í gær Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í gær Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í gær Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »