Sjö ráð til að feika ferskleikann

Angelina Jolie er alltaf fersk, sama hvað.
Angelina Jolie er alltaf fersk, sama hvað. mbl.is/AFP

Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu?  Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu.

Becca Backlight Priming Filter, 5.199 kr.
Becca Backlight Priming Filter, 5.199 kr.

1. LJÓMANDI GRUNNUR

Krem eða farðagrunnar sem veita ljóma eru okkar bestu vinir í skammdeginu og hægt er að nota slíkar vörur stakar eða undir farða. Stundum er þó grámyglan svo mikil að við þurfum að setja þykkt lag af slíkum ljóma yfir allt andlitið en á betri dögum nægir að setja ljómann á hæstu punkta andlitsins eða blanda nokkrum dropum saman við rakakrem eða farða.

Guerlain Météorites CC GLOW, 5.457 kr.
Guerlain Météorites CC GLOW, 5.457 kr.

2. LITALEIÐRÉTTIN

Með litaleiðréttingu getum við á fljótlegan hátt tekið út til dæmis roða, dökka bletti og blámann sem einkennir bauga. Með litaleiðréttingu þurfum við minna af hyljara og farða svo heildarútlitið verður léttara og frísklegra. Prófaðu nýju Météorites CC GLOW-pennana frá Guerlain en formúlan er sérlega auðveld í notkun.

Shiseido Synchro Skin Glow Luminizing Fluid Foundation SPF 20, 6.499 ...
Shiseido Synchro Skin Glow  Luminizing Fluid Foundation SPF 20, 6.499 kr.

3. ÞYNNRI OG LÉTTARI FARÐI

Þegar við horfum í spegilinn og grámyglan blasir við þá er freistandi að finna farða sem veitir mikla þekju og er nægilega þykkur til að kæfa öll lífsins vandamál. Þetta er hinsvegar röng nálgun því það er fátt sem dregur hraðar í ferskleikanum en mött meik-gríma. Tileinkaðu þér litaleiðréttingu í skrefinu hér á undan og notaðu svo fallega, þunna og ljómandi farða sem fullkomna húðina þína en fela hana ekki. Shiseido Synchro Skin Glow-farðinn er léttur, rakagefandi og áferðin ótrúlega falleg á húðinni. Fínar línur verða minna áberandi og yfirborðið sléttara.

By Terry Stylo-Expert Click Stick, 4.900 kr. (Madison Ilmhús)
By Terry Stylo-Expert Click Stick, 4.900 kr. (Madison Ilmhús)

4. HYLJUM BAUGANA Á RÉTTAN HÁTT Því miður setja margir baugahyljara undir augun og niður á kinnar. Með þessu ertu ekki að fela baugana heldur lýsa upp allt svæðið þannig að það mótar ennþá fyrir þrota og baugum en í aðeins ljósari lit. Til að fela bauga skal nota leiðréttandi hyljara á sjálft dökka svæðið eingöngu og þá ertu komin með jafnari heildartón á húðina. Gættu þess að nota ekki of ljósan hyljara á augnsvæðið, hann á einungis að vera hálfum eða einum tóni ljósari en húðin. Of ljós og of mikill og þykkur hyljari getur nefnilega gert okkur þreytulegri en ella.

Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick, 7.199 kr.
Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick, 7.199 kr.

5. KREMAÐUR KINNALITUR

Litur í andliti einkennir ferskleika og rjóðar kinnar einkenna ungdóminn svo auðvitað eigum við allar kinnaliti. Hinsvegar getur það verið sniðugt að skipta yfir í kinnalit í kremformi því húðin er gjarnan þurr yfir veturinn en kremkinnalitir eru einnig náttúrulegri ásýndar og skapa aukinn ljóma. Kinnalitastiftin frá Chanel eru mjög falleg, litirnir framúrskarandi fallegir og áferðin þannig að það er auðvelt að blanda litinn á húðinni. Ekki hefur farið mikið fyrir þeim á íslenskum snyrtivörumarkaði svo núna vona ég að lesendur geri sér ferð út í næstu snyrtivöruverslun til að skoða þau nánar.

Clarins Instant Light Natural Lip Perfector, 3.199 kr.
Clarins Instant Light Natural Lip Perfector, 3.199 kr.

6. LITAÐUR VARASALVI Varalitur getur samstundis lífgað upp á þreytulega ásýnd en í frosti og kulda eru varirnar gjarnan þurrar og við leitum frekar á náðir varasalva. Blandaðu þessu tvennu saman með því að nota litaðan varasalva og vertu þannig með djúsí varir en á sama tíma lit á vörunum til að fríska andlitið við.

Guerlain Météorites Heart Shape, 7.700 kr.
Guerlain Météorites Heart Shape, 7.700 kr.

7. LJÓMI OG LITUR TIL AÐ MÓTA ANDLITIÐ

Í vorlínu Guerlain má finna sérstaka pallettu sem inniheldur ljómapúður og kinnalit en fáir vita að þetta er palletta sem ætluð er til að móta andlitið og er tæknin innblásin frá Suður-Kóreu. Hugsunin er að fá einskonar hjartalagaða ásýnd með því að nota bleiku tónana á kinnarnar og við hárlínuna og ljómapúðrið á kinnbeinin og nefbeinið til að draga þau fram. Slepptu sportröndinni undir kinnbeinunum og prófaðu asísku leiðina að mótuðu andliti.

Fylgstu með bakvið tjöldin:

Snapchat: Snyrtipenninn

Instagram: Snyrtipenninn

mbl.is

Hvers vegna allt þetta þvarg og þvaður?

13:33 „Skrifaðu nú um það...,“ sagði frændi minn glaðhlakkandi yfir þeim upplýsingum sem hann hafði komið á framfæri við mig. Hann var komin með lausnina á skilnuðum landsmanna „ef þessar kerlingar hætta bara þessu þvargi og þvaðri þá verður heimurinn mun einfaldari og hjónabönd langlífari.“ Meira »

„Svo er maður sjálfur auðvitað í þessari bullneyslu“

12:00 Jón Gnarr segir að hægt sé að blanda húmor inn í flest málefni. Ef húmor getur komið loftslagsmálum á kortið leggur hann því lið. Meira »

Sólkysst útlit fram eftir hausti

09:40 Þegar við héldum að sumarið væri að líða undir lok kemur Chanel með allt sem við þurfum til að viðhalda sólkysstu útlitinu fram eftir hausti. Éclat Et Transparence De Chanel er förðunarlína sem Lucia Pica hannaði og endurspeglar sýn hennar á þá fegurð sem gegnsæ lög af lit veita andlitinu og sameinast sólkysstri húðinni. Meira »

Úr herstöðinni beint í bakpokaferðalag

06:00 Una Sighvatsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan, fór í ferðalag um heiminn eftir að hún sagði skilið við NATO. Hún segir mikið frelsi í því að ferðast ein, en hún fór til 7 landa í Suður-Ameríku. Meira »

Tölvupóstsamskipti utan vinnutíma hafa slæm áhrif

Í gær, 22:43 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að tölvupóstsamskipti hafi neikvæð áhrif á heilsuna. Mælt er með því að takmarka þann tíma sem fer í tölvupóstsamskipti utan vinnutíma. Meira »

Vill hitta „hina konuna“

Í gær, 19:44 Eiginkona manns sem hélt fram hjá henni er forvitin um „hina konuna“ og langar til að hitta hana áður en hún ákveður hvort hún eigi að skilja við eiginmann sinn. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

Í gær, 15:00 Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Guðrún Bergmann segir frá

í gær „Hann var einhver sem ég átti að geta treyst, en hann rauf það traust og ákvað að æfa sig í samförum á mér tæplega sjö ára barninu. Ég var auðveld bráð, komin upp í hjónarúmið þar sem ég átti að sofa.“ Meira »

Af hverju flestir ná ekki að breyta um lífsstíl

í gær Sara Barðdal, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi, skrifar um hvers vegna flestir ná ekki að breyta um lífsstíl. Þann 17. ágúst fer hún af stað með tíu daga heilsuáskorun þar sem hún aðstoðar þátttakendur við að setja sér markmið og ná þeim. Meira »

Einfaldleiki og fegurð í 101

í gær Einfaldur stíll og smekklegheit einkenna þessa 142 fm íbúð sem staðsett er í 101. Ekkert óþarfa prjál er í íbúðinni og á hver hlutur sinn stað. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

í fyrradag Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Hefnir sín á Trump með fatavali

í fyrradag Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi ráðgjafi í Hvíta húsinu, skrifar í nýútkominni bók sinni Unhinged að Melania Trump refsi eiginmanni sínum með fatavali sínu. Meira »

Haustlína Supreme sjúklega töff

í fyrradag Supreme gaf út lookbook fyrir haust- og vetrarlínu sína í gær. Litríkir jakkar og úlpur eru áberandi í línunni.  Meira »

Taktu á móti haustinu í valdeflandi peysu

14.8. „Bleikur er uppáhaldsliturinn minn og mér finnst hann svo fallegur fyrir allan aldur og bæði kyn. Mér fannst líka skipta máli að gera eitthvað allt annað en síðast svo þeir sem keyptu síðast peysu væru spenntir að fjárfesta í nýrri og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Meira »

Egill tekur pásu frá Íslandi og fer til Balí

14.8. Egill Fannar Halldórsson segir að nóvember sé langbesti tíminn til að fara til Balí og upplifa sönn ævintýri.   Meira »

10 lífsreglur Diane von Furstenberg

14.8. „Flest ævintýri enda á því að stúlkan giftist prinsinum og lifir síðan hamingjusöm til æviloka. Mitt ævintýri byrjaði fyrst þegar ég hafði fengið skilnað frá mínum prinsi.“ Meira »

Kemst ekki yfir skilnaðinn við kærustuna

13.8. „Ég er karlmaður á miðjum aldri. Skildi fyrir 6 árum vegna framhjáhalds konunnar. Skilnaðurinn sem átti sér talsverðan aðdraganda var mér ekki mjög erfiður. Hafði lengi grunað að konan héldi fram hjá og fannst í raun mikill léttir að skilja og losna við alla lygina,“ segir íslenskur maður sem leitar ráða hjá Valdimari. Meira »

Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

13.8. „Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt.“ Meira »

Stal senunni í bleikum plastgalla

13.8. Það var mikið um liti og mynstur á rauða dreglinum fyrir Teen Choice-verðlaunahátíðina um helgina.   Meira »

Vel skipulögð fjölskylduíbúð við Húsalind

13.8. Litagleði og gott skipulag einkennir þessa dásamlegu fjölskyldubúð í Kópavogi. Mikið er lagt í barnaherbergin og er mikið af góðum sniðugum lausnum á heimilinu. Meira »

Treystir ekki kærastanum

13.8. „Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðra við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?“ Meira »