Sjö ráð til að feika ferskleikann

Angelina Jolie er alltaf fersk, sama hvað.
Angelina Jolie er alltaf fersk, sama hvað. mbl.is/AFP

Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu?  Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu.

Becca Backlight Priming Filter, 5.199 kr.
Becca Backlight Priming Filter, 5.199 kr.

1. LJÓMANDI GRUNNUR

Krem eða farðagrunnar sem veita ljóma eru okkar bestu vinir í skammdeginu og hægt er að nota slíkar vörur stakar eða undir farða. Stundum er þó grámyglan svo mikil að við þurfum að setja þykkt lag af slíkum ljóma yfir allt andlitið en á betri dögum nægir að setja ljómann á hæstu punkta andlitsins eða blanda nokkrum dropum saman við rakakrem eða farða.

Guerlain Météorites CC GLOW, 5.457 kr.
Guerlain Météorites CC GLOW, 5.457 kr.

2. LITALEIÐRÉTTIN

Með litaleiðréttingu getum við á fljótlegan hátt tekið út til dæmis roða, dökka bletti og blámann sem einkennir bauga. Með litaleiðréttingu þurfum við minna af hyljara og farða svo heildarútlitið verður léttara og frísklegra. Prófaðu nýju Météorites CC GLOW-pennana frá Guerlain en formúlan er sérlega auðveld í notkun.

Shiseido Synchro Skin Glow Luminizing Fluid Foundation SPF 20, 6.499 ...
Shiseido Synchro Skin Glow  Luminizing Fluid Foundation SPF 20, 6.499 kr.

3. ÞYNNRI OG LÉTTARI FARÐI

Þegar við horfum í spegilinn og grámyglan blasir við þá er freistandi að finna farða sem veitir mikla þekju og er nægilega þykkur til að kæfa öll lífsins vandamál. Þetta er hinsvegar röng nálgun því það er fátt sem dregur hraðar í ferskleikanum en mött meik-gríma. Tileinkaðu þér litaleiðréttingu í skrefinu hér á undan og notaðu svo fallega, þunna og ljómandi farða sem fullkomna húðina þína en fela hana ekki. Shiseido Synchro Skin Glow-farðinn er léttur, rakagefandi og áferðin ótrúlega falleg á húðinni. Fínar línur verða minna áberandi og yfirborðið sléttara.

By Terry Stylo-Expert Click Stick, 4.900 kr. (Madison Ilmhús)
By Terry Stylo-Expert Click Stick, 4.900 kr. (Madison Ilmhús)

4. HYLJUM BAUGANA Á RÉTTAN HÁTT Því miður setja margir baugahyljara undir augun og niður á kinnar. Með þessu ertu ekki að fela baugana heldur lýsa upp allt svæðið þannig að það mótar ennþá fyrir þrota og baugum en í aðeins ljósari lit. Til að fela bauga skal nota leiðréttandi hyljara á sjálft dökka svæðið eingöngu og þá ertu komin með jafnari heildartón á húðina. Gættu þess að nota ekki of ljósan hyljara á augnsvæðið, hann á einungis að vera hálfum eða einum tóni ljósari en húðin. Of ljós og of mikill og þykkur hyljari getur nefnilega gert okkur þreytulegri en ella.

Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick, 7.199 kr.
Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick, 7.199 kr.

5. KREMAÐUR KINNALITUR

Litur í andliti einkennir ferskleika og rjóðar kinnar einkenna ungdóminn svo auðvitað eigum við allar kinnaliti. Hinsvegar getur það verið sniðugt að skipta yfir í kinnalit í kremformi því húðin er gjarnan þurr yfir veturinn en kremkinnalitir eru einnig náttúrulegri ásýndar og skapa aukinn ljóma. Kinnalitastiftin frá Chanel eru mjög falleg, litirnir framúrskarandi fallegir og áferðin þannig að það er auðvelt að blanda litinn á húðinni. Ekki hefur farið mikið fyrir þeim á íslenskum snyrtivörumarkaði svo núna vona ég að lesendur geri sér ferð út í næstu snyrtivöruverslun til að skoða þau nánar.

Clarins Instant Light Natural Lip Perfector, 3.199 kr.
Clarins Instant Light Natural Lip Perfector, 3.199 kr.

6. LITAÐUR VARASALVI Varalitur getur samstundis lífgað upp á þreytulega ásýnd en í frosti og kulda eru varirnar gjarnan þurrar og við leitum frekar á náðir varasalva. Blandaðu þessu tvennu saman með því að nota litaðan varasalva og vertu þannig með djúsí varir en á sama tíma lit á vörunum til að fríska andlitið við.

Guerlain Météorites Heart Shape, 7.700 kr.
Guerlain Météorites Heart Shape, 7.700 kr.

7. LJÓMI OG LITUR TIL AÐ MÓTA ANDLITIÐ

Í vorlínu Guerlain má finna sérstaka pallettu sem inniheldur ljómapúður og kinnalit en fáir vita að þetta er palletta sem ætluð er til að móta andlitið og er tæknin innblásin frá Suður-Kóreu. Hugsunin er að fá einskonar hjartalagaða ásýnd með því að nota bleiku tónana á kinnarnar og við hárlínuna og ljómapúðrið á kinnbeinin og nefbeinið til að draga þau fram. Slepptu sportröndinni undir kinnbeinunum og prófaðu asísku leiðina að mótuðu andliti.

Fylgstu með bakvið tjöldin:

Snapchat: Snyrtipenninn

Instagram: Snyrtipenninn

mbl.is

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

18:30 Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

15:30 Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

12:14 Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

09:15 Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

06:00 Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

Í gær, 23:59 Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

Í gær, 21:00 Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

í gær Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

í gær Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

í gær Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

í gær Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

í gær Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

í fyrradag Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

í fyrradag Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

16.10. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

16.10. „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

16.10. Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

16.10. „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

16.10. Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

15.10. Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

15.10. „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »