Sjö ráð til að feika ferskleikann

Angelina Jolie er alltaf fersk, sama hvað.
Angelina Jolie er alltaf fersk, sama hvað. mbl.is/AFP

Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu?  Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu.

Becca Backlight Priming Filter, 5.199 kr.
Becca Backlight Priming Filter, 5.199 kr.

1. LJÓMANDI GRUNNUR

Krem eða farðagrunnar sem veita ljóma eru okkar bestu vinir í skammdeginu og hægt er að nota slíkar vörur stakar eða undir farða. Stundum er þó grámyglan svo mikil að við þurfum að setja þykkt lag af slíkum ljóma yfir allt andlitið en á betri dögum nægir að setja ljómann á hæstu punkta andlitsins eða blanda nokkrum dropum saman við rakakrem eða farða.

Guerlain Météorites CC GLOW, 5.457 kr.
Guerlain Météorites CC GLOW, 5.457 kr.

2. LITALEIÐRÉTTIN

Með litaleiðréttingu getum við á fljótlegan hátt tekið út til dæmis roða, dökka bletti og blámann sem einkennir bauga. Með litaleiðréttingu þurfum við minna af hyljara og farða svo heildarútlitið verður léttara og frísklegra. Prófaðu nýju Météorites CC GLOW-pennana frá Guerlain en formúlan er sérlega auðveld í notkun.

Shiseido Synchro Skin Glow Luminizing Fluid Foundation SPF 20, 6.499 …
Shiseido Synchro Skin Glow  Luminizing Fluid Foundation SPF 20, 6.499 kr.

3. ÞYNNRI OG LÉTTARI FARÐI

Þegar við horfum í spegilinn og grámyglan blasir við þá er freistandi að finna farða sem veitir mikla þekju og er nægilega þykkur til að kæfa öll lífsins vandamál. Þetta er hinsvegar röng nálgun því það er fátt sem dregur hraðar í ferskleikanum en mött meik-gríma. Tileinkaðu þér litaleiðréttingu í skrefinu hér á undan og notaðu svo fallega, þunna og ljómandi farða sem fullkomna húðina þína en fela hana ekki. Shiseido Synchro Skin Glow-farðinn er léttur, rakagefandi og áferðin ótrúlega falleg á húðinni. Fínar línur verða minna áberandi og yfirborðið sléttara.

By Terry Stylo-Expert Click Stick, 4.900 kr. (Madison Ilmhús)
By Terry Stylo-Expert Click Stick, 4.900 kr. (Madison Ilmhús)

4. HYLJUM BAUGANA Á RÉTTAN HÁTT Því miður setja margir baugahyljara undir augun og niður á kinnar. Með þessu ertu ekki að fela baugana heldur lýsa upp allt svæðið þannig að það mótar ennþá fyrir þrota og baugum en í aðeins ljósari lit. Til að fela bauga skal nota leiðréttandi hyljara á sjálft dökka svæðið eingöngu og þá ertu komin með jafnari heildartón á húðina. Gættu þess að nota ekki of ljósan hyljara á augnsvæðið, hann á einungis að vera hálfum eða einum tóni ljósari en húðin. Of ljós og of mikill og þykkur hyljari getur nefnilega gert okkur þreytulegri en ella.

Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick, 7.199 kr.
Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick, 7.199 kr.

5. KREMAÐUR KINNALITUR

Litur í andliti einkennir ferskleika og rjóðar kinnar einkenna ungdóminn svo auðvitað eigum við allar kinnaliti. Hinsvegar getur það verið sniðugt að skipta yfir í kinnalit í kremformi því húðin er gjarnan þurr yfir veturinn en kremkinnalitir eru einnig náttúrulegri ásýndar og skapa aukinn ljóma. Kinnalitastiftin frá Chanel eru mjög falleg, litirnir framúrskarandi fallegir og áferðin þannig að það er auðvelt að blanda litinn á húðinni. Ekki hefur farið mikið fyrir þeim á íslenskum snyrtivörumarkaði svo núna vona ég að lesendur geri sér ferð út í næstu snyrtivöruverslun til að skoða þau nánar.

Clarins Instant Light Natural Lip Perfector, 3.199 kr.
Clarins Instant Light Natural Lip Perfector, 3.199 kr.

6. LITAÐUR VARASALVI Varalitur getur samstundis lífgað upp á þreytulega ásýnd en í frosti og kulda eru varirnar gjarnan þurrar og við leitum frekar á náðir varasalva. Blandaðu þessu tvennu saman með því að nota litaðan varasalva og vertu þannig með djúsí varir en á sama tíma lit á vörunum til að fríska andlitið við.

Guerlain Météorites Heart Shape, 7.700 kr.
Guerlain Météorites Heart Shape, 7.700 kr.

7. LJÓMI OG LITUR TIL AÐ MÓTA ANDLITIÐ

Í vorlínu Guerlain má finna sérstaka pallettu sem inniheldur ljómapúður og kinnalit en fáir vita að þetta er palletta sem ætluð er til að móta andlitið og er tæknin innblásin frá Suður-Kóreu. Hugsunin er að fá einskonar hjartalagaða ásýnd með því að nota bleiku tónana á kinnarnar og við hárlínuna og ljómapúðrið á kinnbeinin og nefbeinið til að draga þau fram. Slepptu sportröndinni undir kinnbeinunum og prófaðu asísku leiðina að mótuðu andliti.

Fylgstu með bakvið tjöldin:

Snapchat: Snyrtipenninn

Instagram: Snyrtipenninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál