Sjö ráð til að feika ferskleikann

Angelina Jolie er alltaf fersk, sama hvað.
Angelina Jolie er alltaf fersk, sama hvað. mbl.is/AFP

Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu?  Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu.

Becca Backlight Priming Filter, 5.199 kr.
Becca Backlight Priming Filter, 5.199 kr.

1. LJÓMANDI GRUNNUR

Krem eða farðagrunnar sem veita ljóma eru okkar bestu vinir í skammdeginu og hægt er að nota slíkar vörur stakar eða undir farða. Stundum er þó grámyglan svo mikil að við þurfum að setja þykkt lag af slíkum ljóma yfir allt andlitið en á betri dögum nægir að setja ljómann á hæstu punkta andlitsins eða blanda nokkrum dropum saman við rakakrem eða farða.

Guerlain Météorites CC GLOW, 5.457 kr.
Guerlain Météorites CC GLOW, 5.457 kr.

2. LITALEIÐRÉTTIN

Með litaleiðréttingu getum við á fljótlegan hátt tekið út til dæmis roða, dökka bletti og blámann sem einkennir bauga. Með litaleiðréttingu þurfum við minna af hyljara og farða svo heildarútlitið verður léttara og frísklegra. Prófaðu nýju Météorites CC GLOW-pennana frá Guerlain en formúlan er sérlega auðveld í notkun.

Shiseido Synchro Skin Glow Luminizing Fluid Foundation SPF 20, 6.499 ...
Shiseido Synchro Skin Glow  Luminizing Fluid Foundation SPF 20, 6.499 kr.

3. ÞYNNRI OG LÉTTARI FARÐI

Þegar við horfum í spegilinn og grámyglan blasir við þá er freistandi að finna farða sem veitir mikla þekju og er nægilega þykkur til að kæfa öll lífsins vandamál. Þetta er hinsvegar röng nálgun því það er fátt sem dregur hraðar í ferskleikanum en mött meik-gríma. Tileinkaðu þér litaleiðréttingu í skrefinu hér á undan og notaðu svo fallega, þunna og ljómandi farða sem fullkomna húðina þína en fela hana ekki. Shiseido Synchro Skin Glow-farðinn er léttur, rakagefandi og áferðin ótrúlega falleg á húðinni. Fínar línur verða minna áberandi og yfirborðið sléttara.

By Terry Stylo-Expert Click Stick, 4.900 kr. (Madison Ilmhús)
By Terry Stylo-Expert Click Stick, 4.900 kr. (Madison Ilmhús)

4. HYLJUM BAUGANA Á RÉTTAN HÁTT Því miður setja margir baugahyljara undir augun og niður á kinnar. Með þessu ertu ekki að fela baugana heldur lýsa upp allt svæðið þannig að það mótar ennþá fyrir þrota og baugum en í aðeins ljósari lit. Til að fela bauga skal nota leiðréttandi hyljara á sjálft dökka svæðið eingöngu og þá ertu komin með jafnari heildartón á húðina. Gættu þess að nota ekki of ljósan hyljara á augnsvæðið, hann á einungis að vera hálfum eða einum tóni ljósari en húðin. Of ljós og of mikill og þykkur hyljari getur nefnilega gert okkur þreytulegri en ella.

Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick, 7.199 kr.
Chanel Les Beiges Healthy Glow Sheer Colour Stick, 7.199 kr.

5. KREMAÐUR KINNALITUR

Litur í andliti einkennir ferskleika og rjóðar kinnar einkenna ungdóminn svo auðvitað eigum við allar kinnaliti. Hinsvegar getur það verið sniðugt að skipta yfir í kinnalit í kremformi því húðin er gjarnan þurr yfir veturinn en kremkinnalitir eru einnig náttúrulegri ásýndar og skapa aukinn ljóma. Kinnalitastiftin frá Chanel eru mjög falleg, litirnir framúrskarandi fallegir og áferðin þannig að það er auðvelt að blanda litinn á húðinni. Ekki hefur farið mikið fyrir þeim á íslenskum snyrtivörumarkaði svo núna vona ég að lesendur geri sér ferð út í næstu snyrtivöruverslun til að skoða þau nánar.

Clarins Instant Light Natural Lip Perfector, 3.199 kr.
Clarins Instant Light Natural Lip Perfector, 3.199 kr.

6. LITAÐUR VARASALVI Varalitur getur samstundis lífgað upp á þreytulega ásýnd en í frosti og kulda eru varirnar gjarnan þurrar og við leitum frekar á náðir varasalva. Blandaðu þessu tvennu saman með því að nota litaðan varasalva og vertu þannig með djúsí varir en á sama tíma lit á vörunum til að fríska andlitið við.

Guerlain Météorites Heart Shape, 7.700 kr.
Guerlain Météorites Heart Shape, 7.700 kr.

7. LJÓMI OG LITUR TIL AÐ MÓTA ANDLITIÐ

Í vorlínu Guerlain má finna sérstaka pallettu sem inniheldur ljómapúður og kinnalit en fáir vita að þetta er palletta sem ætluð er til að móta andlitið og er tæknin innblásin frá Suður-Kóreu. Hugsunin er að fá einskonar hjartalagaða ásýnd með því að nota bleiku tónana á kinnarnar og við hárlínuna og ljómapúðrið á kinnbeinin og nefbeinið til að draga þau fram. Slepptu sportröndinni undir kinnbeinunum og prófaðu asísku leiðina að mótuðu andliti.

Fylgstu með bakvið tjöldin:

Snapchat: Snyrtipenninn

Instagram: Snyrtipenninn

mbl.is

Hvers vegna viltu dýrt heimili?

Í gær, 18:00 Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra” en það sem er. Meira »

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

Í gær, 16:00 „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

Í gær, 13:16 Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

Í gær, 11:06 „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

í gær „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

í fyrradag Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

í fyrradag Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

í fyrradag Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

í fyrradag Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

í fyrradag Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

í fyrradag Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

20.2. Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

19.2. Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

19.2. Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

19.2. Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »