Notar majónes í hárið

Anna María segir majónesið virka vel.
Anna María segir majónesið virka vel.

Anna María Benediktsdóttir notar óvenjulega aðferð til þess að halda hárinu fallegu en einu sinni í mánuði setur hún majónes í hárið á sér. Önnu Maríu þykir tilhugsunin um majónes í hárið ekki geðslegri en öðru fólki en lætur sig hafa það þar sem það þrælvirkar. 

„Ég talaði um það við hárgreiðslukonuna mína í fyrra hvað hárið á mér væri alltaf þurrt, sama hvaða sjampó, næringu og efni ég notaði. Hún sagði mér að prófa að setja majónes í hárið. Fyrst fannst mér það mjög skrítið en eftir að hafa prófa það einu sinni þá geri ég það reglulega,“ segir Anna María sem notar bara venjulegt majónes eins og Gunnars majónes í hárið á sér. 

„Ég juða bara vel í hárið af majónesi og set hárið í teygju á meðan, einnig er gott að setja poka yfir til að loka rakann vel inni,“ segir Anna María um aðferðina. „Eftir að majónesið hefur verið látið liggja í um 30 mínútur er þetta bara þvegið úr með sjampói og svo nota ég næringu.“

Eins og sést á meðfylgjandi myndum er hár Önnu Maríu mjög fallegt daginn eftir majónes-meðferðina en hún segir hár sitt glansa betur, vera heilbrigðara og aldrei vera þurrt. „Þetta er náttúrulega bara pjúra fita úr náttúrulegum efnum og ódýr lausn.“

Hárið á Önnu Maríu er fallegt eftir majónes-meðferðina.
Hárið á Önnu Maríu er fallegt eftir majónes-meðferðina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál