Regnhlífahattar í rigninguna

Regnhlífahatturinn frá Fendi getur komið sér vel.
Regnhlífahatturinn frá Fendi getur komið sér vel. mbl.is/AFP

Höfuðföt voru í aðalhlutverki þegar ítalska tískuhúsið Fendi kynnti haust- og vetrartískuna í byrjun vikunnar. Á tískupallinum birtust ekki bara derhúfur og skíðahúfur heldur líka nýstárlegir regnhattar sem gefa gamla sjóhattinum ekkert eftir. 

Töskusýningin var með flugvallarþema þar sem mátti sjá töskur á bretti og fyrirsæturnar báru flestar að minnsta kosti eina tösku, sumar rúlluðu flugfreyjutöskum niður tískupallinn.

Þegar mikill farangur er með í för er ekki endilega laus hönd til að halda á regnhlíf. Því gæti regnhlífahattur frá Fendi komið ferðamönnum og öðrum að góðum notum. Kannski eiga Íslendingar von á því að sjá ferðlanga rölta niður Laugaveginn með slíkan á höfðinu í íslensku rigningunni. 

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál