Með ósamstæða eyrnalokka

Meghan tók áhættu í eyrnalokkavali.
Meghan tók áhættu í eyrnalokkavali. AFP

Meghan Markle hélt í klassískan og einfaldan stíl þegar hún heimsótti Cardiff ásamt unnusta sínum, Harry Bretaprins, í vikunni. Síðar kápur eru að verða einkennismerki leikkonunnar. 

Það vakti athygli glöggra tískuspekúlanta að Meghan bar ósamstæða eyrnalokka en þykir það sýna að Meghan fylgist vel með tísku enda hafa ósamstæðir eyrnalokkar sést á tískupöllunum. Eyrnalokkarnir voru ekki hannaðir saman en annar eyrnalokkurinn mun vera frá Zofia Day og hinn frá Gabriela Artigas. 

Að þessu sinni varð svört kápa frá Stellu McCartney fyrir valinu. Kápan er hefðbundin en mittisborðinn sem Meghan batt slaufu með setti punktið yfir i-ið. Kápan er ekki sú ódýrasta en hún kostaði tæpar 200 þúsund krónur. 

Meghan í kápu frá Stellu McCartney.
Meghan í kápu frá Stellu McCartney. AFP

Meghan þótti alþýðleg með litlu handtöskuna með dúsknum frá DeMiller London sem kostar um 30 þúsund krónur. 20 þúsund króna ullarjakkinn frá bandaríska merkinu Theory var klassískur og fágaður með nútímalegu hálsmáli.

Degi eftir heimsóknina voru bæði kápan og jakkinn uppseld og lítið eftir af töskunni og skónum.

AFP
Meghan Markle er ein þeirra sem heillast af töskum DeMiller …
Meghan Markle er ein þeirra sem heillast af töskum DeMiller London. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál