Dreymir þig um að starfa í kvikmyndum?

Steinunn Þórðardóttir förðunarfræðingur er einn af kennurum á nýju SFX-kvikmyndaförðunarnámskeiði á vegum No Name. Á námskeiðinu læra nemendur hvernig er að vinna við kvikmyndir en þaulreyndir kennarar með áralanga reynslu í faginu kenna nemendum og miðla af reynslu sinni. Það sem er kennt á námskeiðinu er búa til öldrun með förðun, frost og bruna í húð, zombie-förðun, sár og ör svo eitthvað sé nefnt.

Steinunn er mikill fagmaður á sínu sviði og hefur hlotið m.a. Edduna fyrir förðun og gervi í Málmhaus, en hún hefur einnig unnið við myndir á borð við Svartur á leik og Borgríki 2. 

Steinunn Þórðardóttir í vinnunni.
Steinunn Þórðardóttir í vinnunni.

Möguleikar í kvikmyndaiðnaðinum

Hvaða möguleikar eru fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að starfa við kvikmyndir á Íslandi í dag?

„Ef maður hefur trú á sér og leggur hart að sér þá eru allir vegir færir,“ segir Steinunn og leggur áherslu á að iðnaðurinn sé harður og langt frá því að vera glamúr. „Þú gætir alveg þurft að verja 18 tímum á dag uppi á jökli að bera skít á tærnar á leikara,“ segir hún og hlær. „Ekki mikill glamúr í því, en áhugavert og einmitt skemmtilegt líka.“

Spurð um hvað námskeiðið er langt segir hún. „Þetta eru tvær mjög krefjandi en skemmtilegar helgar.“

Að fá að sletta blóði

Hvað er það skemmtilegast við að vinna í kvikmyndum?

„Að mínu mati er það fyrst og fremst fólkið. En innan kvikmyndaiðnaðarins eru margir af mínum kærustu vinum í dag. Svo er það allur undirbúningurinn. Vinnan er skapandi, og felur í sér að starfa með leikurum, leikstjóra og búningahönnuði allt frá upphafi sköpunarferils kvikmyndarinnar.“

Spurð um verkefnin sem hún hefur starfað við að undanförnu segir Steinunn að hún hafi verið lánsöm að starfa við fjölbreytt verkefni. „Ég hef oft sagt að auglýsingarnar sinni ævintýraþörf minni, á meðan kvikmyndirnar sinna sköpunarþörfinni,“ segir hún og bætir við að förðunarvinnan í auglýsingum sé kannski ekki svo krefjandi þrátt fyrir að þau verkefni geti leitt hana á skemmtilega staði. „Ég hef farið upp á fjöll og firnindi á Íslandi, ferðast til Grænlands, Mexico og víða um Evrópu og Ameríku svo dæmi séu tekin. Ég er gríðarlega þakklát fyrir öll þau verkefni og á sama tíma jafnþakklát fyrir tækifærin sem ég fæ til að fara djúpt ofan í sköpunarvinnu fyrir kvikmyndir. Svo ekki sé minnst á þann risabónus sem maður fær þegar tækifæri gefst að sletta blóði,“ segir Steinunn og brosir.

Hvað kemur á óvart?

„Að mínu mati kemur kannski ekki svo margt á óvart upp á í iðnaðinum í dag. En maður verður aldrei útlærður í þessu fagi, og í hverju einasta verkefni eru áskoranir sem fá mann til að læra og tileinka sér eitthvað nýtt. Þetta er svo klárlega það besta að mínu mati við starfið.“

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér. Næsta námskeið hefst 2. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál