Katrín geislaði 230 þúsund króna kjól

Katrín og Vilhjálmur klæddu sig upp fyrir kvöldverð í Stokkhólmi.
Katrín og Vilhjálmur klæddu sig upp fyrir kvöldverð í Stokkhólmi. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja klæddist gylltum síðkjól úr silki frá Erdem þegar hún og Vilhjálmur snæddu kvöldverð með Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar og Daníel eiginmanni hennar í sendiráðsbústað Breta í Stokkhólmi í gær, þriðjudag. 

Katrín sem er vön að klæðast styttri kjólum sá greinilega tilefni til þess að fara í sitt allra fínasta púss fyrir kvöldverðinn en hertogahjónin eru í opinberri heimsókn í Svíþjóð. Hún skildi þó ekki stuttu kjólana eftir heima og klæddist einum slíkum frá Catharine Walker fyrr um daginn. 

Erdem-kjóllinn er fallegur með fágað yfirbragð en hann mun vera úr haust- og vetrarlínu tískuhússins frá því í fyrra. Hægt er að fá blómakjólinn í svörtu á 230 þúsund íslenskra króna

Katrín hertogaynja, Vilhjálmur Bretaprins, Vicktoría krónprinsessa og Daníel eiginmaður hennar.
Katrín hertogaynja, Vilhjálmur Bretaprins, Vicktoría krónprinsessa og Daníel eiginmaður hennar. AFP
Katrín í grænum stuttum kjól í Stokkhólmi.
Katrín í grænum stuttum kjól í Stokkhólmi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál