Stærsta palletta Chanel til þessa

Sumarlína Chanel inniheldur fallega litatóna.
Sumarlína Chanel inniheldur fallega litatóna.

„Þegar ég loka augunum og hugsa um Napólí eru þetta litirnir sem ég sé,“ sagði Lucia Pica um vorlínu Chanel í ár en hún sótti innblástur til Napólí við listræna sköpun og hönnun förðunarlínunnar. Þar var hún komin aftur á æskuslóðir. 

Við förum í ferðalag um hinar fornu rætur borgarinnar. Heiti vorlínunnar er Neapolis, sem þýðir ný borg, og vitnar þar í sögu Napólí sem eitt sinn var nýlenda Forn-Grikkja. Síbreytilegt landslag borgarinnar, umvafið sögu, veitir hinn fullkomna innblástur fyrir litadýrðina og birtuna sem fylgir vorinu. Tveir heimar mætast í innblæstri Luciu hvað liti varðar: hinn náttúrulegi og hinn manngerði. Náttúrulegi heimurinn einkennist af eldfjallakenndu landslagi og vötnunum við flóann á meðan við sjáum arkitektúr og litina í freskunum í Villa Poppaea blandast tónum óviðjafnanlegra málverka Caravaggio. Það tengir okkur við hið manngerða.

Chanel-naglalökkin koma í sérlega björtum litum.
Chanel-naglalökkin koma í sérlega björtum litum.
Chanel Rouge Allure Ink, fljótandi og mattir varalitir.
Chanel Rouge Allure Ink, fljótandi og mattir varalitir.
Chanel Rouge Allure Velvet, flauelskenndir varalitir.
Chanel Rouge Allure Velvet, flauelskenndir varalitir.

Græni liturinn áberandi í línunni en í Les 9 Ombres (Édition N°1 – Affresco) er græni tónninn í miðju pallettunnar, umvafinn hlýjum tónum sem og kolgráum litum. Áfram heldur græni liturinn að njóta sín í Ombre Première-kremaugnskugganum (Verderame) á meðan metalkenndir og kolgráir litir veita okkur nútímalegan blæ í maskaranum Dimensions De Chanel (Nero Metallo) og Stylo Yeux-augnblýantinum (Nero Vulcanico).

Chanel Rouge Coco Gloss koma í rakagefandi formúlum.
Chanel Rouge Coco Gloss koma í rakagefandi formúlum.
Chanel Les 9 Ombres (Édition N°1 – Affresco.
Chanel Les 9 Ombres (Édition N°1 – Affresco.



Chanel Ombre Première (Verderame).
Chanel Ombre Première (Verderame).

Hið nýja Poudre À Lèvres er mjög spennandi og öðruvísi snyrtivara. Þetta er litað púður fyrir varirnar og endurspeglar þá tækni sem notuð var við gerð freskómálverkanna. Í pallettunni er varasalvi og þar við hlið litaða púðrið en þessu er svo blandað saman á vörunum og litaákefðinni stjórnað að vild.

Chanel Dimensions De Chanel og Stylo Yeux.
Chanel Dimensions De Chanel og Stylo Yeux.
Chanel Poudre À Lèvres.
Chanel Poudre À Lèvres.
Lituð púður fyrir varirnar sem sækir innblástur í tækni freskómálverkanna.
Lituð púður fyrir varirnar sem sækir innblástur í tækni freskómálverkanna.

Hlýjan og birtan sem Chanel færir okkur á þessum köldu vetrarmánuðum verður til þess að klakinn fer eflaust fyrr að þiðna og hitastigið fer hækkandi. Að minnsta kosti innra með okkur.

Innblástur frá Napólí fyrir rauðu tónana.
Innblástur frá Napólí fyrir rauðu tónana.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál