Stúdíólína H&M lítur svona út

Dömu-og herralína H&M Studio fyrir vor og sumar 2018 verður frumsýnd 28. febrúar í París. Nánar tiltekið í safninu Musée des Art Décoratifs við Rue de Rivoli. Smartland hefur undir höndum myndir af þessari línu og óhætt er að segja að margt komi á óvart. Á myndunum má sjá heimsfrægar fyrirsætur eins og Saskia de Brauw, Clement Chabernaud og Shanelle Nyasiase.

Línan, sem inniheldur klæðnað, aukahluti og skó, verður fáanleg í verslunum um allan heim, þar á meðal í Smáralind, þann 1. mars næstkomandi. Þótt línan sé innblásin af japönskum mínimalisma og sá látlaus þá er nýr tónn í sniðunum. Bæði dömu-og herralínan samanstanda af hreinum, skörpum línum, með afslöppuðum undirtón og snert af stíl sem minnir á formlegan klæðnað. Dömufatnaðurinn einkennist af munstrum og í sumar áttu að vera í sama efni frá toppi til táar. Gólfsíðir kjólar eru áberandi og líka léttar blússur með skörpum sniðum og svo má sjá grófprjónaðar peysur. Svo eru útvíðar buxur að komast aftur í tísku og það af fullum krafti. 

Herrafatnaðurinn samanstendur af klassískum flíkum en með nútímalegu og áhugaverðu tvisti ásamt líflegum litum og hágæðum efnum.

„Musée des Art Décoratifs er ákaflega fallegur, sögulegur staður og tímasetningin fyrir tískusýninguna er fullkomin þar sem að við munum seinna í ár taka þátt í að setja upp stórfenglega listasýningu sem heiðrar Japan - sem vill svo til að er einn helsti innblásturinn fyrir línuna,‟ segir Pernilla Wohlfart, hönnunarstjórnandi H&M.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál