Fólk með frumlegan stíl grípur augað

Bryndís Þorsteinsdóttir myndaði tískuna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn á dögunum.
Bryndís Þorsteinsdóttir myndaði tískuna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn á dögunum. ljósmynd/Bryndis Þorsteinsdóttir

Bryndís Þorsteinsdóttir starfar sem vefhönnuður í Kaupmannahöfn. Bryndís hefur fengist við ýmsilegt tengt hönnun í Kaupmannahöfn síðastliðin 12 ár og meðal annars starfað sem fatahönnuður. Nú fæst hún við tískutengda ljósmyndun en Bryndís tekur myndir af götutískunni í Kaupmannahöfn og víðar og birtir á síðunni The Streetland

Tískuvikan í Kaupmannahöfn er nýafstaðin og tók Bryndís að sjálfsögðu fjölmargar myndir af litríkri og afslappaðri Kaupmannahafnartískunni. Smartland birtir myndir af tískuvikunni frá Bryndísi og forvitnaðist um The Streetland. 

Af hverju götutískumyndir?

Bryndís Þorsteinsdóttir heldur úti blogginu The Streetland.
Bryndís Þorsteinsdóttir heldur úti blogginu The Streetland. Ljósmynd/Aðsend

„Mér hefur alltaf fundist áhugavert að sjá hvernig fólk klæðir sig á ólíkan hátt og hvernig það endurspeglar þeirra karakter. Gatan er einnig rými sem hefur engar takmarkanir og götumyndin sýnir fjölbreytileika í klæðnaði og ólíkar áherslur sem mér persónulega finnst gefa mér mikinn innblástur. Ég vonast svo til þess að það geti gefið öðrum hið sama með blogginu mínu. Ég ferðast mikið um Norðurlöndin og hef ég það að markmiði mínu að mynda einstaklinga í þeim borgum sem ég heimsæki.“  

Hvenær byrjaðir þú að taka myndir af götutísku?

„Ég byrjaði að taka götuljósmyndir síðasta sumar, þegar ég keypti mér mína fyrstu ljósmyndavél. Ég hef alltaf verið týpan sem situr á borðinu við gluggann á kaffihúsi og fylgist með stíl gangandi vegfarenda. Nú hef ég hins vegar möguleika á því að nálgast fólkið og þar að auki festa það á filmu, sem er æðislegt.“

ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir

Hvað er það sem grípur augað?

„Það er ekki neitt ákveðið sem ég er að leitast eftir hverju sinni. Yfirleitt er það bara það sem grípur augað og fyrir mér er það fólk sem er frumlegt og framúrskarandi í sínum stíl. Ég heillast mikið af því þegar fólk klæðir sig í lögum af flíkum og þorir að blanda saman ólíkum munstrum og litum. En oft er þetta líka spurning um útgeislun hjá fólki sem dregur athygli mína að þeim.“

Er fólk alltaf til í að láta taka myndir af sér?

„Nei, það er auðvitað líka fólk sem hefur ekki áhuga á að vera myndað, en það er bara hluti af því að vera að vinna með ókunnugt fólk af götunni. Ég er alltaf viðbúin því að fá nei svo ég er ekkert að kippa mér upp við það ef fólk hefur ekki áhuga. Það er hins vegar annað að segja um tískuvikuna þar sem fólk er vant því að vera myndað en þar er götutískuljósmyndun stór hluti af viðburðinum.“ 

ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir

Pælir þú sjálf mikið í tísku?

„Ég er meðvituð um hvaða tískustraumar eru í gangi hverju sinni og verð væntanlega fyrir áhrifum þeirra að einhverju leyti. Ég fylgist einnig með mínum uppáhaldsfatamerkjum, en fæ mest út úr því að versla mér föt í Rauða kross búðum og öðrum vintage-verslunum og fer það þá eftir því hvað grípur mig persónulega hverju sinni.“

Fannst þér eitthvað standa upp úr á tískuvikunni í Kaupmannahöfn?

„Mér finnst tískuvikan í Kaupmannahöfn endurspegla mjög vel Kaupmannahafnarstílinn sem er afslappaður en á sama tíma töff. Það sem er skemmtilegt við vetrartískuna er að þar er oft að sjá mikið af lögum í klæðaburðinum sem gefur fleiri mismunandi samsetningar og þar af leiðandi meiri fjölbreytni. Þetta season var skemmtilegt að sjá hvað pastellitirnir voru áberandi, gjarnan fleiri saman í bland. Einnig fannst mér standa upp úr pelsjakkar, lakkfrakkar, köflótt munstur í mismunandi litum og matrix-sólgleraugun sem eru komin til að vera. Svo eru jakkasett í stórum stærðum enn þá vinsæl.“ 

@sophiaroe during Copenhagen Fashion Week @cphfw #cphfw #cfw

A post shared by T H E S T R E E T L A N D (@thestreetland) on Feb 5, 2018 at 10:26am PST

ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
Bryndis Thorsteinsdottir
ljósmynd/Bryndís Þorsteinsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál