Stjörnurnar velja græna augnskugga

Hailee Steinfeld, Janelle Manae og Emma Stone með grænan augnfarða.
Hailee Steinfeld, Janelle Manae og Emma Stone með grænan augnfarða. mbl.is/Samsett mynd

Litríkir augnskuggar í sterkum litum hafa verið áberandi undanfarið. Allt virðist vera leyfilegt hvort sem liturinn er rauður, blár eða grænn. Græni liturinn hefur til dæmis vakið athygli á rauða dreglinum það sem af er ári. 

Förðunarfræðingurinn Rachel Goodwin valdi grænan augnskugga fyrir leikkonuna Emmu Stone þegar hún farðaði hana fyrir Golden Globe-verðlaunin í byrjun janúar. Goodwin segir í viðtali við Allure að græni liturinn hafi verið táknrænn. 

Á meðan flestir mættu í svörtu til þess að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning ákvað Goodwin að halda ekki aftur að sér þegar kom að förðuninni. Þegar hún skoðaði réttindabaráttu kvenn í kringum aldamótin 1900 kom í ljós að þrír litir voru í aðalhlutverki, grænn, fjólublár og hvítur. 

Emma Stone er þó ekki eina stjarnan sem hefur sést með grænan augnskugga. Tónlistarkonan Janelle Manae mætti á Grammy-verðlaunin með grænan farða undir augunum. Leikkonan Hailee Steinfeld mætti einnig með mikinn grænan augnskugga á Grammy-verðlaunin.

Emma Stone ásamt Billie Jean King.
Emma Stone ásamt Billie Jean King. AFP
Hailee Steinfeld.
Hailee Steinfeld. AFP
Janelle Monae.
Janelle Monae. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál