Eitt frægasta barn heims í íslenskri hönnun

Kourtney Kardashian ásamt dóttur sinni sem klæddist gervipels frá igló+indi.
Kourtney Kardashian ásamt dóttur sinni sem klæddist gervipels frá igló+indi.

Eitt frægasta barn heims, Penelope Scotland Disick, dóttir Kourtney Kardashian, klæðist fötum frá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi. Móðir stúlkunnar birti mynd af dóttur sinni á Snapchat en þar er Disick í gervipels sem er úr haust-/vetrarlínu iglo+indi. Gervipelsar hafa sjaldan verið vinsælli en akkúrat núna. 

Kardashian-systurnar kynntust iglo+indi þegar þær tóku upp sjónvarpsþátt á Íslandi árið 2016 og keyptu öll sýnishorn úr jólalínunni það ár. 

Ef marka má klæðaburð eins frægasta barns heims þá er augljóst að þessi íslenska hönnun hefur hitt í mark en línan er hönnuð af Helgu Ólafsdóttur fatahönnuði. Helga var í skýjunum með myndbirtinguna þegar Smartland hafði samband við hana. 

„Það er alltaf gaman þegar fólk sem getur keypt sér hvað sem er kýs að kaupa íslenska hönnun,“ segir Helga. 

Helga Ólafsdóttir, hönnuður og eigandi iglo+indi.
Helga Ólafsdóttir, hönnuður og eigandi iglo+indi. Ljósmynd/Saga Sig
Svona lítur gervipelsinn út.
Svona lítur gervipelsinn út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál