Fréttaförðunin er eins og árshátíðarförðun

Kristjana Arnarsdóttir notar mikið hyljara frá Urban Dacey.
Kristjana Arnarsdóttir notar mikið hyljara frá Urban Dacey.

Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttakona nýtur góðs af sminkunum á RÚV áður en hún fer í útsendingu. Þegar hún er ekki á vakt reynir hún að hvíla húðina og notar bara gott rakakrem, maskara og hyljara. 

Hvað finnst þér virka best fyrir þig þegar kemur að útlitinu?

„Það er bara þetta klassíska; svefn, hreyfing og nóg af vatni. Ég setti mér það áramótaheit að drekka meira vatn yfir daginn. Svo reyni ég að hreyfa mig eitthvað aðeins á hverjum degi og þar sem ég er algjör A-týpa að þá er ég yfirleitt sofnuð vel fyrir miðnætti.“

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Ég mála mig ekki mikið fyrir vinnu, sérstaklega vegna þess að ég fer í smink fyrir fréttir þegar ég er á fréttavöktum. Þegar ég er ekki á fréttavöktum reyni ég að hvíla húðina sem mest þannig að ég er yfirleitt bara með gott rakakrem, smá maskara og hyljara. Annars reyni ég að nota Face Tan Water frá Eco by Sonya reglulega, frískar verulega upp á húðina. Sérstaklega yfir háveturinn.“

Face Tan Water frá Eco by Sonya notar Krisjana reglulega.
Face Tan Water frá Eco by Sonya notar Krisjana reglulega.

Er munur á sjónvarpsförðuninni og þinni venjulegu förðun?

„Það er himinn og haf þarna á milli. Mér líður oft eins og ég sé að fara á einhverja meiri háttar árshátíð þegar ég er með sjónvarpsförðunina. Svo ná sminkurnar alltaf að hafa eyelinerinn eins báðum megin. Stórkostlegt alveg hreint.“

Hvernig myndir þú aldrei farða þig?

„Ég bara hreinlega veit það ekki. Ég er ekki mikið að prófa mig áfram í förðun, er eiginlega bara frekar léleg í að farða mig ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég er meira í því að skella á mig maskara og sólarpúðri og læt svo atvinnukonurnar í sminkinu á RÚV græja rest.“

Hvað finnst þér skipta máli að eiga í snyrtibuddunni?

„Gott rakakrem er algjör nauðsyn. Ég er líka alltaf að kaupa mér ný og spennandi krem, þetta er eitthvað nýtt áhugamál hjá mér. Svo er aldrei slæmt að eiga bronzing-gelið frá Sensai.“

Uppáhaldssnyrtivaran?

„Uppáhaldssnyrtivaran mín er óneitanlega Naked Skin-hyljarinn frá Urban Decay. Ég er búin að eiga hann í snyrtibuddunni í nokkur ár og hef komið vinkonum mínum nokkrum upp á lagið með að nota hann.“

Naked Skin frá Urban Decay.
Naked Skin frá Urban Decay.

Hvað dreymir þig um að eignast í snyrtibudduna?

„Ég er búin að ætla að prófa vörurnar frá Inika í dágóðan tíma. Finnst þetta spennandi vörur og það skemmir alls ekki fyrir að þær eru lífrænar og „cruelty free“. Svo hef ég ætlað að kynna mér fleiri vörur frá Paula's Choice. Ég á æðislegt serum og augnkrem frá því merki og á ekki von á öðru en að aðrar vörur frá Paula's Choice séu álíka góðar.“

Hvernig hugsar þú um húðina og andlitið?

„Ég reyni að þrífa húðina vel og nota svo gott serum og rakakrem yfir daginn.“

Kristjana er hrifin af snyrtivörumerkinu Paula's Choice.
Kristjana er hrifin af snyrtivörumerkinu Paula's Choice.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál