Hvítur er litur vikunnar

Hvíti liturinn er búinn að vera áberandi í vikunni.
Hvíti liturinn er búinn að vera áberandi í vikunni. Samsett mynd

Það er enn vetur en hvíti liturinn hefur samt sem áður verið áberandi á rauða dreglinum í vikunni. Stjörnurnar hafa keppst við að mæta í hvítum fötum á frumsýningar og verðlaunahóf frá því á sunnudaginn. 

Fólk þarf ekki að vera sólbrúnt á Spáni til þess að ganga í hvítu þó svo að leikkonan Penelope Cruz hafi reyndar verið í Madríd þegar hún klæddist glæsilegum kjól Vercase í vikunni. Þó svo á jörðin sé hvítklædd þessa dagana á Íslandi þýðir það ekki að hvítu fötin þurfi að bíða inni í skáp eftir ferðinni til Tenerife. 

Javier Bardem og Penelope Cruz.
Javier Bardem og Penelope Cruz. AFP

Tónlistarkonan og leikkonan Mary J. Blige var flott í hvítum leðurstígvelum við hvítan kjól frá Tom Ford þegar hún snæddi hádegisverð í Los Angeles ásamt fólki sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í ár. Á sama viðburð mætti leikkonan Margot Robbie í stuttum hvítum kjól frá Chanel. 

Mary J. Blige.
Mary J. Blige. AFP
Margot Robbie.
Margot Robbie. AFP

Dakota Johnson mætti í hvítum kjól frá Prada á frumsýningu Fifty Shades of Freed í París. Á sömu frumsýningu mætti Rita Ora í hvítum samfesting frá Stephane Rolland. 

Dakota Johnson.
Dakota Johnson. AFP
Rita Ora.
Rita Ora. AFP

Leikkonan Saoirse Ronan mætti í hvítum kjól frá Narciso Rodriguez á verðlaunahátíð í Beverly Hills. Leikstjórinn Greta Gerwig var þó ekki á hvítu línunni og mætti í appelsínugulum kjól með slaufu. 

Greta Gerwig og Saoirse Ronan.
Greta Gerwig og Saoirse Ronan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál