Klippingin var skyndiákvörðun

Díana árið 1992.
Díana árið 1992. AFP

Díana prinsessa þótti mikil tískufyrirmynd á sínum tíma, ekki bara þegar kom að fatastíl heldur líka hárstíl. Díana var með axlasítt hár þegar hún giftist Karli Bretaprinsi árið 1981 en árið 1990 fékk hárið að fjúka. 

Konur í bresku konungsfjölskyldunni taka yfirleitt ekki of mikla áhættu þegar kemur að tísku og því stendur hárgreiðsla Díönu út úr þegar myndir af bresku konungsfjölskyldunni eru skoðaðar.

Hárgreiðslan var þó ekki útpæld eins og mætti halda miðað við áhrifin sem hún hafði. Árið 1990 var Díana í forsíðumyndatöku fyrir Vouge. Hárgreiðslumaðurinn Sam McKnight sá um hárið og faldi það undir kórónunni fyrir myndatökuna. 

„Hvað myndir þú gera við hárið á mér ef þú fengir að velja,“ spurði Díana hágreiðslumanninn eftir myndatökuna. „Klippa það allt af,“ segist McKnight hafa svarað. Díana þurfti ekki að hugsa sig lengi um og leyfði McKnight að klippa á sér hárið á staðnum. 

Díana var með axlasítt hár þegar hún gifti sig.
Díana var með axlasítt hár þegar hún gifti sig. AFP
Díana prinsessa árið 1996.
Díana prinsessa árið 1996. AFP
Díana ræðir við mann með AIDS-sjúkdóminn í Brasilíu árið 1991.
Díana ræðir við mann með AIDS-sjúkdóminn í Brasilíu árið 1991. AFP
Díana árið 1996.
Díana árið 1996. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál