Vildi ekki gráta út af farðanum

Chloe Kim grét ekki þegar hún fékk gullverðlaunin.
Chloe Kim grét ekki þegar hún fékk gullverðlaunin. AFP

Snjóbrettastelpan Chloe Kim vann gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á dögunum. Kim var að vonum ánægð með verðlaunin en vildi þó ekki gráta af gleði. Ástæðan? Jú, hún hafði áhyggjur af augnmálningunni. 

Kim segist hafa haft mikið fyrir því að að halda aftur af tárunum. „Ég get ekki grátið núna, ég get ekki gert það, ég vandaði mig svo mikið með augnblýantinn,“ sagðist Kim hafa hugsað þegar hún tók við verðlaununum samkvæmt Independent

Chloe Kim á snjóbrettinu.
Chloe Kim á snjóbrettinu. AFP

Farðinn hefur verið að stríða fleirum í Pyeongchang en Amy Williams, ólympíumeistari og íþróttafréttakona á BBC Sport, óskaði eftir hugmyndum að farða fyrir för sína til Pyeongchang þar sem vatnskenndur farði væri að frjósa á fréttafólki á leikunum, en mikið frost hefur verið í Pyeongchang.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál