Áhrifamestu bloggarar heims

Cincerely, Jules er eitt áhugaverðasta bloggið um þessar mundir sem …
Cincerely, Jules er eitt áhugaverðasta bloggið um þessar mundir sem fjallar um tísku og lífstíl. mbl.is/Pinterest

Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu.

Tískublogg

Julie Sariñana stofnaði Sincerely, Jules í febrúar 2009. Í upphafi ætlaði hún að safna saman öllu því sem vakti með henni áhuga, en í dag er hún talin einn allra mesti áhrifavaldur á sviði tísku og hönnunar.

Í gegnum bloggið hennar má kaupa fatnað, skoða hennar persónulega stíl og fá hugmyndir um allt það helsta á sviði tísku og hönnunar í dag. Hún heldur einnig úti áhugaverðri Instagram síðu sem vert er að fylgjast með. Pinterestið hennar er einnig gott og þar má sjá hennar persónulega stíl vel.

Fallegar myndir er eitt af því sem Jules kann að …
Fallegar myndir er eitt af því sem Jules kann að pródusera. mbl.is/Instagram

Matarblogg

Mimi Thorisson heldur úti blogginu Manger þar sem hún fjallar um sveitalífið í Frakklandi og allt milli himins og jarðar þegar kemur að matargerð og lífsstíl. Sjón er söguríkari, en Instagram reikningur hennar er guðdómlegur. Allskonar áhugaverð námskeið og uppskriftir eru á blogginu hennar Mimi, en þar er einnig hægt að týna sér í skemmtilegum sögum og frásögnum sem tengjast matargerð.

Mimi Thorisson heldur úti Manger síðunni þar sem hún bloggar …
Mimi Thorisson heldur úti Manger síðunni þar sem hún bloggar um mat, Frakkland og lífið sitt. mbl.is/Instagram

Ferðablogg

Murad Osmann er rússneskur ljósmyndari með fallega Instagram-seríu sem heitir: Fylgdu mér, en þar sést eiginkona hann leiða hann inn á staði víðsvegar um heiminn sem eru fegurri en flest það sem almennt þekkist. Hægt er að fylgjast með hjónunum á Instagram. Myndir hans eru merktar #followmeto. Textar við myndirnar hans eru ekki miklir en innihaldsríkir. 

Leiddu mig inn í ævintýraheim. #followmeto er áhugavert viðfangsefni.
Leiddu mig inn í ævintýraheim. #followmeto er áhugavert viðfangsefni. mbl.is/Instagram

Sambandsblogg

Sálfræðingurinn Esther Perel heldur úti frábæru bloggi þar sem hún fjallar um allt á milli himins og jarðar þegar kemur að samböndum. Á síðunni hennar má einnig finna áhugaverða Ted-fyrirlestra sem og Podcast sem hún nefnir, Where Should We Begin. Jákvæður og flottur ráðgjafi sem hefur í áraraðir lagt sitt af mörkum til að láta sambönd víðsvegar um heiminn ganga. Á síðunni er hægt að taka þátt í námskeiði sem Esther heldur fyrir aðra sambandsráðgjafa. 

Heilsublogg

Kayla Itsines er vinsælt heilsublogg um þessar mundir. En Kayla sjálf er með svaklega fallegan líkama og virðist kunna að gera æfingar sem virka. Ýmislegt er fjallað um mat á þessu bloggi. Við mælum með að þið prófið fyrir sumarið.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál