Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

Rauði þráðurinn í mynd Le Mépris er sá að hver …
Rauði þráðurinn í mynd Le Mépris er sá að hver sena inniheldur þennan fallega lit. Kvikmyndin er augnkonfekt. mbl.is/Pinterest

Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. Hún kom út árið 1963 og sló leikkonan Brigitte Bardot rækilega í gegn í myndinni. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Kvikmyndin er að sögn hönnuða ein sú fallegasta sem gerð hefur verið. Ert þú búin að finna þinn Le Mépris rauða fyrir sumarið?

Kvikmyndin Le Mépris kom út árið 1963.
Kvikmyndin Le Mépris kom út árið 1963. mbl.is/Pinterest

Í hverri einustu senu í myndinni er þessi rauði þráður sem minnir á sjöunda áratuginn og rómantík í bland við smá töffaraskap og drama.

Bridgette Bardot klædd handklæðinu einu saman.
Bridgette Bardot klædd handklæðinu einu saman. mbl.is/Pinterest

Tískumerki á borð við Gerard Darel, Sand, Fhilippa K, Sonia Rykiel og fleiri bjóða nú upp á þennan fallega rauða lit, og svo hafa Zara og H&M fylgt fast á eftir í þessum tískustraumi. Þeir sem eiga leið úr landi geta einnig farið í Sephora-verslun og keypt Tom Ford Le Mépris-varalit en hann þykir sá allra fallegasti á markaðnum í dag.

Le Mépris rauður varalitur í línu Tom Ford.
Le Mépris rauður varalitur í línu Tom Ford. mbl.is/Pinterest

Tískuráðgjafar mæla með að klæðast rósableiku í stíl við Le Mépris rauða litinn. Svo nú er bara að fara á stjá og finna litinn.

Le Mépris rauður kjóll úr Sand.
Le Mépris rauður kjóll úr Sand.
Le Mépris rauður og svartur kjóll úr Zöru.
Le Mépris rauður og svartur kjóll úr Zöru.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál