Í stærð 16 og hamingjusöm

Hunter McGrady sat fyrir í blaði Sports Illustrated.
Hunter McGrady sat fyrir í blaði Sports Illustrated. skjáskot/Instagram

Mikil eftirvænting ríkir á hverju ári fyrir sundfatablaði Sports Illustrated. Oftast eru fyrirsæturnar í blaðinu grannar og vöðvastæltar. Í ár sat fyrirsætan Hunter McGrady fyrir í blaðinu en McGrady er í yfirstærð.  

McGrady er í fatastærð 16 en venja er að hin hefðbundna fyrirsæta sé í stærð núll. Fyrirsætan segir að margir telji að hún lifi óhollu lífi þar sem hún er í yfirstærð. Hún segir það bull og segist vera fullkomin í viðtali við Women's Health

Fjölskyldan er full af fyrirsætum og McGrady var bara barn þegar hún byrjaði að sitja fyrir. Þegar hún var unglingur reyndi hún að hefja ferilinn og var þá töluvert grennri en hún er í dag. Fyrirsætan var í stærð tvö sem unglingur og leið ömurlega. Hún fann ekki hamingjuna fyrr en hún ákvað að reyna hætt að passa í þessar stöðluðu stærðir.  

Hún rifjar upp eitt fyrsta verkefnið sitt. Mamma hennar þurfti að keyra hana þar sem hún var ekki komin með bílpróf. Þegar hún gekk inn fannst henni allir stara á sig. Framleiðandi auglýsingarinnar tók þá móður hennar og hana afsíðis. „Guð ég veit ekki hvernig ég á að segja þetta, í hreinskilni sagt þá höfðum við ekki hugmynd um hversu stór þú værir,“ sagði framleiðandinn en McGrady var þá í stærð tvö. 

16 ára var hún 1,82 sentímetrar á hæð í stærð tvö og 51 kíló. „Svo nú er ég í stærð 16 og lít allt öðruvísi út, svo þú getur rétt ímyndað þér hversu mjó ég var,“ sagði McGrady sem eyddi dögunum sínum í ræktinni og borðaði kál í alla mata. 

McGrady leið ömurlega þegar hún var tágrönn.
McGrady leið ömurlega þegar hún var tágrönn. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál